Erlent

Önnur árás á alþjóðaflugvöllinn í Beirút

Alþjóðaflugvöllurinn í Beirút.
Alþjóðaflugvöllurinn í Beirút. MYND/AP

Ísraelski herinn gerði í morgun aðra árás á alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Ein af flugvélum Atlanta flugfélagsins er á flugvellinum en ekkert amar að  Íslendingum sem fylgja flugvélinni.

Ísraelar héldu áfram hörðum árásum á suðurhluta Líbanon í nótt og morgun. Ísraelar létu sprengjum rigna yfir Beirút þar sem talið er að skæruliðar Hizbollah-samtakanna hafist við. Átökin hófust í fyrradag eftir að skæruliðar Hizbollah tóku í gíslingu tvo ísraelska hermenn, á landamærum Ísraels og Líbanon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×