Erlent

Harðar árásir á Líbanon

Mynd/AP

Ísraelar héldu áfram hörðum árásum á suðurhluta Líbanon í nótt og morgun. Ísraelar létu sprengjum rigna yfir Beirút þar sem talið er að skæruliðar Hizbollah-samtakanna hafist við.

Átökin hófust í fyrradag eftir að skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku í gíslingu tvo ísraelska hermenn, á landamærum Ísraels og Líbanon. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, skipaði í gær her sínum að herða árásir á Líbanon. Ísraelsmenn hafa nú náð að miklu leyti að einangra Líbanon frá umheiminum. Alþjóðaflugvöllurinn í Beirút er enn lokaður eftir lofárásir, öllum höfnum landsins hefur verið lokað og Ísraelsmenn hafa sprengt upp mikið af vegum. Ísraelsher hefur einnig sprengt upp eldsneytistanaka við helstu orkuver borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×