Yfir 160 sagðir látnir 11. júlí 2006 18:00 Aðstæður í Mumbai voru afar erfiðar. MYND/AP Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 174 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim. Sprengjurnar sjö sprungu með stuttu millibili í fimm lestum og á tveimur lestarstöðvum á háannatíma þegar borgarbúar voru á leið til síns heima úr vinnu og því er manntjónið jafn mikið og raun ber vitni. Mikið öngþveiti myndaðist á vettvangi ódæðanna og áttu þeir sem slösuðust fullt í fangi að fá læknishjálp. Símasamband í borginni lagðist af um tíma og sömuleiðis voru allar lestarsamgöngur þar stöðvaðar. Í Múmbei, sem áður kallaðist Bombay, eru Íslendingar á vegum Eskimó-módelskrifstofunnar en þeir eru allir heilir á húfi. Að vonum eru borgarbúar afar óttaslegnir enda eru aðeins þrettán ár síðan 250 manns týndu lífi í röð sprenginga í Múmbei. Enda þótt enginn hafi lýst yfir ábyrgð á tilræðinu er talið líklegast að íslamskir öfgamenn sem krefjast aðskilnaðar Kasmír-héraðs frá Indlandi séu sökudólgarnir. Það skiptist á milli Indlands og Pakistans og hefur verið deilt um það nánast látlaust síðastliðna sex áratugi. Boðað var til neyðarfundar í indversku ríkisstjórninni í dag dag þar sem ákveðið var að auka mjög öryggisviðbúnað í Múmbei og höfuðborginni Nýju Delí. Pervez Musharraff forseti Pakistans fordæmdi árásirnar í dag og nú undir kvöld barst svipuð yfirlýsing frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Erlent Fréttir Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 174 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim. Sprengjurnar sjö sprungu með stuttu millibili í fimm lestum og á tveimur lestarstöðvum á háannatíma þegar borgarbúar voru á leið til síns heima úr vinnu og því er manntjónið jafn mikið og raun ber vitni. Mikið öngþveiti myndaðist á vettvangi ódæðanna og áttu þeir sem slösuðust fullt í fangi að fá læknishjálp. Símasamband í borginni lagðist af um tíma og sömuleiðis voru allar lestarsamgöngur þar stöðvaðar. Í Múmbei, sem áður kallaðist Bombay, eru Íslendingar á vegum Eskimó-módelskrifstofunnar en þeir eru allir heilir á húfi. Að vonum eru borgarbúar afar óttaslegnir enda eru aðeins þrettán ár síðan 250 manns týndu lífi í röð sprenginga í Múmbei. Enda þótt enginn hafi lýst yfir ábyrgð á tilræðinu er talið líklegast að íslamskir öfgamenn sem krefjast aðskilnaðar Kasmír-héraðs frá Indlandi séu sökudólgarnir. Það skiptist á milli Indlands og Pakistans og hefur verið deilt um það nánast látlaust síðastliðna sex áratugi. Boðað var til neyðarfundar í indversku ríkisstjórninni í dag dag þar sem ákveðið var að auka mjög öryggisviðbúnað í Múmbei og höfuðborginni Nýju Delí. Pervez Musharraff forseti Pakistans fordæmdi árásirnar í dag og nú undir kvöld barst svipuð yfirlýsing frá bandaríska utanríkisráðuneytinu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira