Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt útgáfufélagið Orkla Media, sem gefur út fjölda dagblaða og tímarita, m.a á Norðurlöndum og í Póllandi. Á meðal dagblaðanna er danska dagblaðið Berlingske Tidende, sem greinir frá kaupunum í dag.
Dagsbrún og fleiri fyrirtæki hafa tekið þátt í viðræðum um kaup á útgáfufélaginu. Fyrr í sumar greindi danska dagblaðið Berlingske Tidende hins vegar frá því að Mecom Group væri eitt eftir í af hópi hugsanlegra kaupenda.
Ekki kemur fram í fregnum blaðsins hversu mikið Mecom greiddi fyrir útgáfufélagið en gengið verður frá kaupunum í júlí.
Mecom kaupir Orkla Media
Mest lesið

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Viðskipti innlent

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Viðskipti innlent

Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður
Viðskipti innlent


Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Viðskipti innlent

Norskir komast í Víking gylltan
Neytendur


Setur háa tolla á Evrópu
Viðskipti erlent