Arcelor styður tilboð Mittal Steel 28. júní 2006 10:33 Stálkóngurinn Lakshmi Mittal, og Joseph Kinsch, stjórnarformaður Arcelor, á sameiginlegum blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arcelor í Lúxemborg á mánudag. Mynd/AFP Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu fyrirtækjanna. Viðsnúningur hluthafanna setur sameiningartilraunir Arcelor og rússneska stálrisans Severstal í uppnám en fyrir nokkru var lýst yfir vilja til að sameina félögin og búa til einn stærsta stálframleiðanda í heimi. Samrunaferlið er bindandi og ekki hægt að koma í veg fyrir samruna nema þeir hluthafar í Arcelor sem eiga helming hlutafjár í fyrirtækinu lýsi yfir andstöðu við það. Sömuleiðis fellur samrunaferlið um sjálft sig ákveði stóru hluthafarnir að selja Mittal Steel bréf sín í Arcelor. Stjórn Severstal hefur lýst yfir að fari svo að ekkert verði af sameiningu fyrirtækjanna þá geti málið farið fyrir dómsstóla. Fyrsta yfirtökutilboð Mittal Steel, sem er að stærstum hluta í eigu fjölskyldu hins indverskættaða Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns sem búsettur er í Bretlandi, í janúarlok hljóðaði upp á 23,3 milljarða evrur eða 2,230 milljarða krónur. Fyrirtækið hefur tvívegis hækkað yfirtökutilboð sitt og hljóðar nýjasta tilboðið upp á 27 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 2.600 milljarða íslenskra króna. Ef af kaupum verður munu fyrirtæki renna saman og heita eftirleiðis Arcelor Mittal. Hluthafar Arcelor koma saman til fundar á föstudag næstkomandi og kjósa um það hvort taka eigi tilboði Mittal Steel eða halda samruna áfram við Severstal. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu fyrirtækjanna. Viðsnúningur hluthafanna setur sameiningartilraunir Arcelor og rússneska stálrisans Severstal í uppnám en fyrir nokkru var lýst yfir vilja til að sameina félögin og búa til einn stærsta stálframleiðanda í heimi. Samrunaferlið er bindandi og ekki hægt að koma í veg fyrir samruna nema þeir hluthafar í Arcelor sem eiga helming hlutafjár í fyrirtækinu lýsi yfir andstöðu við það. Sömuleiðis fellur samrunaferlið um sjálft sig ákveði stóru hluthafarnir að selja Mittal Steel bréf sín í Arcelor. Stjórn Severstal hefur lýst yfir að fari svo að ekkert verði af sameiningu fyrirtækjanna þá geti málið farið fyrir dómsstóla. Fyrsta yfirtökutilboð Mittal Steel, sem er að stærstum hluta í eigu fjölskyldu hins indverskættaða Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns sem búsettur er í Bretlandi, í janúarlok hljóðaði upp á 23,3 milljarða evrur eða 2,230 milljarða krónur. Fyrirtækið hefur tvívegis hækkað yfirtökutilboð sitt og hljóðar nýjasta tilboðið upp á 27 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 2.600 milljarða íslenskra króna. Ef af kaupum verður munu fyrirtæki renna saman og heita eftirleiðis Arcelor Mittal. Hluthafar Arcelor koma saman til fundar á föstudag næstkomandi og kjósa um það hvort taka eigi tilboði Mittal Steel eða halda samruna áfram við Severstal.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira