Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, undirritaði í morgun lög sem afnema dauðarefsingu í landinu. Arroyo segir að þó þessi ákvörðun hafi verið tekin verði ekkert gerfið eftir í baráttunni við hryðjuverka- og glæpamenn. Arroyo heldur í opinbera heimsókn í Vatíkanið í Róm á morgun.
Sendifulltrúi Vatíkansins í Manila, höfuðborg Filippseyja, fagnaði ákvörðun þingsins og forsetans. Andstæðingar löggjafarinnar segja Arroyo aðeins hafa keyrt afnám dauðarefsingar í gegn til að þóknast Páfanum.
Dauðarefsing var afnumin á Filippseyjum árið 1987 en sex árum síðar var hún aftur leyfð með lögum. Sjö hafa verið teknir af lífi síðan þá.