Erlent

Stofnfrumurannsóknir vekja vonir

Stofnfrumurannsóknir bandarískra vísindamanna gefa von um að vinna megi á móti lömun með því að rækta úr stofnfrumum taugar og annað sem upp á vantar til að lamaðir vöðvar geti hreyfst á ný.

Tilraunir á rottum gefa von um að tæknin geti hjálpað fólki sem þjást af taugasjúkdómum eins og Lou Gehrigs sjúkdómnum eða sem hafa skaddast á mænu. Einhver ár munu þó enn þangað til hægt verður að prófa tæknina á mönnum. Og jafnvel ef og þegar að þessi tækni verður fullþróuð segja vísindamennirnir að stofnfrumur séu ekki einföld töfralausn, heldur muni hún alltaf byggjast á flókinni aðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×