Erlent

Japanir hóta hörðum viðbrögðum við eldflaugaprófunum

MYND/AP

Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í morgun að japönsk stjórnvöld myndu í samráði við Bandaríkin bregðast hart við fyrirhuguðum eldflaugaprófunum Norður-Kóreumanna.

Koizumi tilgreindi þó ekki nánar hverra aðgerða japönsk stjórnvöld myndu grípa. Norður-Kórea lýstu yfir að þeir myndu hætta öllum prófunum á langdrægum eldflaugum árið 1999 en nú eru Norður-Kóreumenn að undirbúa sig undir prófanir á eldflaugum sem talið er að geti dregið alla leið yfir til Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×