Ólgan vex í Sómalíu 18. júní 2006 19:30 Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. Sómalskt samfélag er í molum eftir margra ára borgarastyrjöld og þótt bráðabirgðastjórn sitji þar að völdum að nafninu til hefur ríkið í raun verið stjórnlaust í hálfan annan áratug. Undanfarnar vikur hafa átök á milli íslamskra skæruliða og herflokka sem hlynntir eru ríkisstjórninni farið vaxandi en Bandaríkjamenn eru sagðir styðja þá síðarnefndu og líta á þá sem bandamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum. Í síðustu viku tókst skæruliðunum að ná yfirráðum í höfuðborginni Mogadishu og margt virtist benda til að borgin Baidoa yrði næst þar sem stjórnin hefur aðsetur. Þótt leiðtogi skæruliðanna hafi lýst því yfir að ekki stæði til að steypa stjórninni hefur eþíópíska ríkisstjórnin sent herlið sitt til landamæranna til stuðnings bráðabirgðastjórninni. Andstaðan við íslömsku skæruliðina á meðal Sómalanna sjálfra virðist hins vegar ekki vera sérlega mikil, til dæmis hafa þúsundir manna mótmælt tillögum Sameinuðu þjóðanna um að senda friðargæslulið á vettvang því margir treysta skæruliðunum betur en ríkisstjórninni betur til að koma á lögum og reglu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að á hverjum degi kæmu skip hlaðin vopnum til landsins, þrátt fyrir alþjóðlegt vopnasölubann, og aðeins væri tímaspursmál hvenær skæruliðunum og stjórnarhernum lysti saman. Erlent Fréttir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. Sómalskt samfélag er í molum eftir margra ára borgarastyrjöld og þótt bráðabirgðastjórn sitji þar að völdum að nafninu til hefur ríkið í raun verið stjórnlaust í hálfan annan áratug. Undanfarnar vikur hafa átök á milli íslamskra skæruliða og herflokka sem hlynntir eru ríkisstjórninni farið vaxandi en Bandaríkjamenn eru sagðir styðja þá síðarnefndu og líta á þá sem bandamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum. Í síðustu viku tókst skæruliðunum að ná yfirráðum í höfuðborginni Mogadishu og margt virtist benda til að borgin Baidoa yrði næst þar sem stjórnin hefur aðsetur. Þótt leiðtogi skæruliðanna hafi lýst því yfir að ekki stæði til að steypa stjórninni hefur eþíópíska ríkisstjórnin sent herlið sitt til landamæranna til stuðnings bráðabirgðastjórninni. Andstaðan við íslömsku skæruliðina á meðal Sómalanna sjálfra virðist hins vegar ekki vera sérlega mikil, til dæmis hafa þúsundir manna mótmælt tillögum Sameinuðu þjóðanna um að senda friðargæslulið á vettvang því margir treysta skæruliðunum betur en ríkisstjórninni betur til að koma á lögum og reglu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að á hverjum degi kæmu skip hlaðin vopnum til landsins, þrátt fyrir alþjóðlegt vopnasölubann, og aðeins væri tímaspursmál hvenær skæruliðunum og stjórnarhernum lysti saman.
Erlent Fréttir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira