Erlent

Örkin hans Nóa á Svalbarða

Á leiðtogafundi Norðurlandanna sem fram fer á Svalbarða á morgun verður hornsteinn lagður að neðanjarðarhólfi sem geyma á fræ þriggja milljóna plöntutegunda alls staðar að úr heiminum. Tilgangur geymslunnar er að varðveita fjölbreytileika jurtaríkisins ef meiri háttar hamfarir á borð við kjarnorkustríð myndu eyða þeim plöntum sem vaxa á yfirborði jarðar. Hitastigið í freðmýrunum sem hólfið er grafið í er svo lágt að fræin eiga að geta varðveist þar í margar aldir, jafnvel þúsundir ára. Smíði jarðhýsisins lýkur á næsta ári og þá verður farið að taka við fræjum. Terje Riis-Johannsen, landbúnaðarráðherra Noregs, hefur í kerskni kallað verkefnið "Örkin hans Nóa á Svalbarða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×