Viðskipti erlent

Mikil hækkun á hlutabréfamörkuðum

Úr kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum.
Úr kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa hækkaði um allt að 2,8 prósent á mörkuðu

m í Bandaríkjunum og í Evrópu í gær í kjölfar þess að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, kvaddi niður fréttir þess efnis að verðbólgudraugurinn væri á leiðinni vestra.

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,8 prósent en Nasdaq-vísitalan fór upp um 2,8 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa á mörkuðum í Lundúnum, París og í Þýskalandi um rúm 2 prósent.

Að því er fram kemur í vikulegum tölum hins opinbera í Bandaríkjunum hefur atvinnuleysi hækkað lítillega á milli vikna og framleiðni batnað. Niðurstöðurnar höfðu þau áhrif að létta fjárfestum lundina og horfa bjartari augum til framtíðar. Hafði sérfræðingur á orði að fjárfestar verði að horfa lengra fram í tímann en til næstu verðbólguspár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×