Boðið í breska flugvelli 6. júní 2006 15:34 Frá Heathrowvelli. Mynd/AFP Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Fleiri hafa sýnt flugvallarekstrinum áhuga en bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafði áður boðið 955,25 pens á hlut í reksturinn fyrir hönd fleiri fjárfesta. Hvöttu forsvarsmenn Goldman Sachs hluthafa í BAA Group til að íhuga tilboðið og sögðu að von væri á tilkynningu frá bankanum innan skamms. Yfirtökunefnd Bretlands hefur lengt tilboðsfrest í BAA Group til 16. júní næstkomandi. Yfirtökutilboð Ferrovial í fyrirtækið er 17 prósentum hærra en fyrra tilboð, sem hljóðaði upp á 810 pens á hlut. Þá er tilboðið heilum 49 prósentum hærra en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu var áður en Ferrovial greindi frá því að fyrirtækið væri að íhuga að gera tilboð í reksturinn. Tveimur mánuðum síðar gerði Ferrovial óvinveitt yfirtökutilboð í BAA. Gengi hlutabréfa í BAA hækkaði um 2,26 prósent eftir að greint var frá tilboðinu í dag. Gengi hlutabréfa í Ferrovial lækkaði hins vegar um 2,7 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Fleiri hafa sýnt flugvallarekstrinum áhuga en bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafði áður boðið 955,25 pens á hlut í reksturinn fyrir hönd fleiri fjárfesta. Hvöttu forsvarsmenn Goldman Sachs hluthafa í BAA Group til að íhuga tilboðið og sögðu að von væri á tilkynningu frá bankanum innan skamms. Yfirtökunefnd Bretlands hefur lengt tilboðsfrest í BAA Group til 16. júní næstkomandi. Yfirtökutilboð Ferrovial í fyrirtækið er 17 prósentum hærra en fyrra tilboð, sem hljóðaði upp á 810 pens á hlut. Þá er tilboðið heilum 49 prósentum hærra en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu var áður en Ferrovial greindi frá því að fyrirtækið væri að íhuga að gera tilboð í reksturinn. Tveimur mánuðum síðar gerði Ferrovial óvinveitt yfirtökutilboð í BAA. Gengi hlutabréfa í BAA hækkaði um 2,26 prósent eftir að greint var frá tilboðinu í dag. Gengi hlutabréfa í Ferrovial lækkaði hins vegar um 2,7 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent