Ósætti um eftirlit á kjörstað 28. maí 2006 20:15 Ósætti er um hvernig framboð mega standa að eftirliti á kjörstað og frambjóðendur sem tóku að sér hlutverk kjörstjórnarfulltrúa voru meðal ágreiningsmála sem upp komu í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Í Árborg kærði kjósandi framkvæmd kosninganna. Hann taldi það stangast á við lög að eftirlitsmenn framboða fengju að fylgjast með kosningunum, skrá niður upplýsingar og fara með þær út af kjörstað. Hann vísaði meðal annars í álit Perónuverndar frá því í maí 2002. Þar kom fram að framboðslistum væri heimilt að vera í kjördeildum og merkja við þá sem kjósa. Hins vegar væri óheimilt að fara með slíkar upplýsingar út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram. Ekki hefur neitt reynt á málið í Reykjavík eftir álit Persónuverndar þar sem framboðin í Reykjavík hafa ekki sókst eftir því að skrifa niður nöfn kjósenda og fara með þær upplýsingar út úr kjördeildum. Yfirkjörstjórn í Árborg taldi í gær að framboðslistarnir ættu fullan rétt á að skrifa niður upplýsingar um kjósendur og fara með þær út. Hún fór hins vegar fram á það við umboðsmenn framboðanna að listarnir yrðu ekki notaðir í þeim tilgangi til að smala á kjörstað og þurftu umboðsmennirnir að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Í Reykjanesbæ kom upp ósætti eftir að yfirkjörstjórn þar ákvað að ekki mætti nota tölvur til að safna saman slíkum gögnum um kjósendur heldur aðeins skrifa þau niður. Frambjóðendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegi í gær og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. En það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira
Ósætti er um hvernig framboð mega standa að eftirliti á kjörstað og frambjóðendur sem tóku að sér hlutverk kjörstjórnarfulltrúa voru meðal ágreiningsmála sem upp komu í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Í Árborg kærði kjósandi framkvæmd kosninganna. Hann taldi það stangast á við lög að eftirlitsmenn framboða fengju að fylgjast með kosningunum, skrá niður upplýsingar og fara með þær út af kjörstað. Hann vísaði meðal annars í álit Perónuverndar frá því í maí 2002. Þar kom fram að framboðslistum væri heimilt að vera í kjördeildum og merkja við þá sem kjósa. Hins vegar væri óheimilt að fara með slíkar upplýsingar út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram. Ekki hefur neitt reynt á málið í Reykjavík eftir álit Persónuverndar þar sem framboðin í Reykjavík hafa ekki sókst eftir því að skrifa niður nöfn kjósenda og fara með þær upplýsingar út úr kjördeildum. Yfirkjörstjórn í Árborg taldi í gær að framboðslistarnir ættu fullan rétt á að skrifa niður upplýsingar um kjósendur og fara með þær út. Hún fór hins vegar fram á það við umboðsmenn framboðanna að listarnir yrðu ekki notaðir í þeim tilgangi til að smala á kjörstað og þurftu umboðsmennirnir að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Í Reykjanesbæ kom upp ósætti eftir að yfirkjörstjórn þar ákvað að ekki mætti nota tölvur til að safna saman slíkum gögnum um kjósendur heldur aðeins skrifa þau niður. Frambjóðendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegi í gær og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. En það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira