Ósætti um eftirlit á kjörstað 28. maí 2006 20:15 Ósætti er um hvernig framboð mega standa að eftirliti á kjörstað og frambjóðendur sem tóku að sér hlutverk kjörstjórnarfulltrúa voru meðal ágreiningsmála sem upp komu í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Í Árborg kærði kjósandi framkvæmd kosninganna. Hann taldi það stangast á við lög að eftirlitsmenn framboða fengju að fylgjast með kosningunum, skrá niður upplýsingar og fara með þær út af kjörstað. Hann vísaði meðal annars í álit Perónuverndar frá því í maí 2002. Þar kom fram að framboðslistum væri heimilt að vera í kjördeildum og merkja við þá sem kjósa. Hins vegar væri óheimilt að fara með slíkar upplýsingar út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram. Ekki hefur neitt reynt á málið í Reykjavík eftir álit Persónuverndar þar sem framboðin í Reykjavík hafa ekki sókst eftir því að skrifa niður nöfn kjósenda og fara með þær upplýsingar út úr kjördeildum. Yfirkjörstjórn í Árborg taldi í gær að framboðslistarnir ættu fullan rétt á að skrifa niður upplýsingar um kjósendur og fara með þær út. Hún fór hins vegar fram á það við umboðsmenn framboðanna að listarnir yrðu ekki notaðir í þeim tilgangi til að smala á kjörstað og þurftu umboðsmennirnir að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Í Reykjanesbæ kom upp ósætti eftir að yfirkjörstjórn þar ákvað að ekki mætti nota tölvur til að safna saman slíkum gögnum um kjósendur heldur aðeins skrifa þau niður. Frambjóðendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegi í gær og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. En það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ósætti er um hvernig framboð mega standa að eftirliti á kjörstað og frambjóðendur sem tóku að sér hlutverk kjörstjórnarfulltrúa voru meðal ágreiningsmála sem upp komu í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Í Árborg kærði kjósandi framkvæmd kosninganna. Hann taldi það stangast á við lög að eftirlitsmenn framboða fengju að fylgjast með kosningunum, skrá niður upplýsingar og fara með þær út af kjörstað. Hann vísaði meðal annars í álit Perónuverndar frá því í maí 2002. Þar kom fram að framboðslistum væri heimilt að vera í kjördeildum og merkja við þá sem kjósa. Hins vegar væri óheimilt að fara með slíkar upplýsingar út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram. Ekki hefur neitt reynt á málið í Reykjavík eftir álit Persónuverndar þar sem framboðin í Reykjavík hafa ekki sókst eftir því að skrifa niður nöfn kjósenda og fara með þær upplýsingar út úr kjördeildum. Yfirkjörstjórn í Árborg taldi í gær að framboðslistarnir ættu fullan rétt á að skrifa niður upplýsingar um kjósendur og fara með þær út. Hún fór hins vegar fram á það við umboðsmenn framboðanna að listarnir yrðu ekki notaðir í þeim tilgangi til að smala á kjörstað og þurftu umboðsmennirnir að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Í Reykjanesbæ kom upp ósætti eftir að yfirkjörstjórn þar ákvað að ekki mætti nota tölvur til að safna saman slíkum gögnum um kjósendur heldur aðeins skrifa þau niður. Frambjóðendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegi í gær og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. En það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira