Nýjar meirihlutastjórnir að taka á sig mynd 28. maí 2006 19:44 Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum. Meirihlutinn í bæjarstjórn féll í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins í kosningunum í gær og er höfuðborgin þeirra á meðal. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Mosfellsbæ. Þar hafa fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir reynsluna hafa sýnt að þessum flokkum hafi gengið vel að vinna saman. Flokkarnir voru saman í meirihluta á árunum 1994 til 2002 og þeir hafa starfað vel saman í minnihluta síðustu fjögur árin. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Forystumenn fylkinganna ætla þó að freista þess að halda meirihlutanum með því að fá eina mann Vinstri-grænna í lið með sér. Viðræður hafa átt sér stað á milli þeirra í dag og halda þær áfram á morgun. Takist samningar þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta í Árborg. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn. Gunnar Sigurðsson, oddviti, Sjálfstæðisflokksins segir þá hafa rætt við alla nema Samfylkinguna og er hann bjartsýnn á að einhver mynd verið komin á nýja bæjarstjórn fljótlega. Sjálfstæðismenn þurfa ekki nema einn af flokkunum í lið með sér til að mynda meirihluta. Á Akureyri féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS að þeir ættu í viðræðum við Vinstri-græna og L-lista fólksins um myndun nýs meirihluta. Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins velli. Framsóknarflokkurinn tapaði þó tveimur mönnum og hefur nú aðeins einn mann. Samkvæmt heimildum NFS er vilji fyrir því innan bæjarfulltrúahóps Sjálfstæðismanna að halda samstarfinu áfram. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum. Meirihlutinn í bæjarstjórn féll í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins í kosningunum í gær og er höfuðborgin þeirra á meðal. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Mosfellsbæ. Þar hafa fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir reynsluna hafa sýnt að þessum flokkum hafi gengið vel að vinna saman. Flokkarnir voru saman í meirihluta á árunum 1994 til 2002 og þeir hafa starfað vel saman í minnihluta síðustu fjögur árin. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Forystumenn fylkinganna ætla þó að freista þess að halda meirihlutanum með því að fá eina mann Vinstri-grænna í lið með sér. Viðræður hafa átt sér stað á milli þeirra í dag og halda þær áfram á morgun. Takist samningar þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta í Árborg. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn. Gunnar Sigurðsson, oddviti, Sjálfstæðisflokksins segir þá hafa rætt við alla nema Samfylkinguna og er hann bjartsýnn á að einhver mynd verið komin á nýja bæjarstjórn fljótlega. Sjálfstæðismenn þurfa ekki nema einn af flokkunum í lið með sér til að mynda meirihluta. Á Akureyri féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS að þeir ættu í viðræðum við Vinstri-græna og L-lista fólksins um myndun nýs meirihluta. Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins velli. Framsóknarflokkurinn tapaði þó tveimur mönnum og hefur nú aðeins einn mann. Samkvæmt heimildum NFS er vilji fyrir því innan bæjarfulltrúahóps Sjálfstæðismanna að halda samstarfinu áfram.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent