Skemmdarverk voru unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki í nótt. Skemmdavargarnir þurftu að leggja á sig þó nokkra vinnu til að rífa niður skilti sem var í tveggja metra hæð. Sigurjón Þórðarson annar maður á lista hjá Frjálslyndum sagðist mjög undrandi á þessu. Varðstjóri hjá lögreglunni á Sauðárkróki staðfesti það við fréttastofu NFS að búið væri að tilkynna skemmdaverkin en að öðru leiti vildu hann ekki tjá sig um málið.
Skemmdarverk unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki
