Elsti kjósandinn er 108 ára 26. maí 2006 18:06 MYND/Einar Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Nítján Íslendingar ná átján ára aldri á kosningadag á morgun og geta meðal annars haldið upp á afmælisdaginn með því að kjósa í fyrsta skipti. Um sextán þúsund og fimm hundruð manns að auki geta í fyrsta skipti greitt atkvæði í sveitarstjórnarkosningum. Alls eru rúmlega tvö hundruð og sextán þúsund manns á kjörskrá á öllu landinu. Skiptingin milli kynjanna er nokkuð jöfn en konur á kjörskrá eru tæplega hundrað og níu þúsund og karlar tæplega hundrað og áttaþúsund. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi og fá að kjósa eru tæplega fjögur þúsund og fimmhundruð. Kosið er í 79 sveitarfélögum en sveitarfélögum á landinu hefur fækkað nokkuð frá síðustu sveitarstjórnarkosningum en þá voru þau 105. Mikill munur er á stærð þessara sveitarfélaga. Landfræðilega er Fljótsdalshérað stærsta sveitarfélag landsins eða 8.884 ferkílómetrar að stærð. Íbúafjöldi þar er 3.990. Minnsta sveitarfélagið er Seltjarnarneskaupstaður sem er 2 km2 að stærð og telur um 4.470 íbúa. Sveitarfélagið sem hefur flesta kjósendur er Reykjavík, höfuðborgin sjálf, en þar eru hátt í 86.000 manns á kjörskrá. Næst á eftir kemur Kópavogur. Það sveitarfélag sem hefur fæsta íbúa á kjörskrá er Árneshreppur á Vestfjörðum en þar eru 43 á kjörskrá. Kosningin þar er óhlutbundin sem þýðir að engin listi hefur boðið sig fram og allir íbúar yfir 18 ára eru í framboði. Í Tjörneshrepp og Breiðdalshrepp fara ekki fram kosningar þar sem þar er sjálfkjörið. Kjörstaðir verða opnaðir frá klukkan 9 til 12 og verður lokað í síðasta lagi klukkan tíu annað kvöld. Á flestum stöðum á landinu eru kjörstaðir opnir frá klukkan níu að morgni til tíu um kvöldið. Á stóru stöðunum byrjar talning um sex leytið og verða fyrstu tölur birtar fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað klukkan tíu. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Nítján Íslendingar ná átján ára aldri á kosningadag á morgun og geta meðal annars haldið upp á afmælisdaginn með því að kjósa í fyrsta skipti. Um sextán þúsund og fimm hundruð manns að auki geta í fyrsta skipti greitt atkvæði í sveitarstjórnarkosningum. Alls eru rúmlega tvö hundruð og sextán þúsund manns á kjörskrá á öllu landinu. Skiptingin milli kynjanna er nokkuð jöfn en konur á kjörskrá eru tæplega hundrað og níu þúsund og karlar tæplega hundrað og áttaþúsund. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi og fá að kjósa eru tæplega fjögur þúsund og fimmhundruð. Kosið er í 79 sveitarfélögum en sveitarfélögum á landinu hefur fækkað nokkuð frá síðustu sveitarstjórnarkosningum en þá voru þau 105. Mikill munur er á stærð þessara sveitarfélaga. Landfræðilega er Fljótsdalshérað stærsta sveitarfélag landsins eða 8.884 ferkílómetrar að stærð. Íbúafjöldi þar er 3.990. Minnsta sveitarfélagið er Seltjarnarneskaupstaður sem er 2 km2 að stærð og telur um 4.470 íbúa. Sveitarfélagið sem hefur flesta kjósendur er Reykjavík, höfuðborgin sjálf, en þar eru hátt í 86.000 manns á kjörskrá. Næst á eftir kemur Kópavogur. Það sveitarfélag sem hefur fæsta íbúa á kjörskrá er Árneshreppur á Vestfjörðum en þar eru 43 á kjörskrá. Kosningin þar er óhlutbundin sem þýðir að engin listi hefur boðið sig fram og allir íbúar yfir 18 ára eru í framboði. Í Tjörneshrepp og Breiðdalshrepp fara ekki fram kosningar þar sem þar er sjálfkjörið. Kjörstaðir verða opnaðir frá klukkan 9 til 12 og verður lokað í síðasta lagi klukkan tíu annað kvöld. Á flestum stöðum á landinu eru kjörstaðir opnir frá klukkan níu að morgni til tíu um kvöldið. Á stóru stöðunum byrjar talning um sex leytið og verða fyrstu tölur birtar fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað klukkan tíu.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira