Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður 25. maí 2006 18:52 Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar.Um miðjan maí bárust inn um lúgur fasteignaeigenda í Mosfellsbæ bréf þar sem segir að bæjarstjórnin hafi ákveðið að veita 15% afslátt af fasteignagjöldum ársins 2006. 'i bréfinu segir meðal annar: Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum og ósnortinni náttúru.. og .. Það er ósk mín og von að þú og þín fjölskylda munið áfram eiga hér ykkar sælureit.Tilvitnun lýkur. Undir bréfið ritar svo bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir en hún er einnig oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Með bréfinu fylgir ávísun hluti fasteignagjaldanna er endurgreiddur, sem einnig er undirrituð af bæjarstjóranum.Í Kópavogi brugðu menn einnig á þetta ráð og sendu eigendum íbúa í fjölbýlishúsum bréf þar sem þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að veita afslátt af fasteignagjöldum á fjölbýli en í lok árs 2005 hafði bæjarstjórnin þar ákveðið að lækka fasteignagjöld og skiptist lækkunin í tvo flokka, einbýli og sérbýli. Fasteignagjöld á Einbýlishús lækkaði meira en á fjölbýli og segir í bréfinu að nú sé verið að leiðrétta þann mun enda hafi hann stangast á við lög. Leiðréttingin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 12. apríl síðast liðinn. Ávísanirnar ásamt bréfi bæjarstjórnar bárust síðan íbúum í þessari viku. Þykir mörgum skrýtið að bæjarstjórnin hafi ákveðið að bíða með að endurgreiða íbúunum þar til að aðeins vika er til kosninga.Þeir sérfræðingar sem fréttastofa talaði við segja að þessar aðgerðir í Kópavogi og í Mosfellsbæ orki mjög tvímælis og það jaðri við að um sé að ræða brot á 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar en þar segirÓleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll telst:a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði[...] að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, [...].Í dag sendu síðan vinstri grænir í Kópavogi yfirkjörstjórn bæjarinis erindi þar sem segir:"Þess er farið á leit að yfirkjörstjórn komi þegar saman [...] og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi.Jón Atli Kristjánsson formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi kallaði stjórnina á fund eftir hádegi í dag þar sem erindi vinstri grænna var rætt. Í niðurstöðu fundarins segir:...ekki verður séð að óeðlilegur dráttur hafi verið á útsendingu greiðslunnar eftir að ákvörðun um hana var tekin í bæjarstjórn...og kemst yfirstjórnin því að þeirri niðurstöðu að endurgreiðslan brjóti ekki í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira
Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar.Um miðjan maí bárust inn um lúgur fasteignaeigenda í Mosfellsbæ bréf þar sem segir að bæjarstjórnin hafi ákveðið að veita 15% afslátt af fasteignagjöldum ársins 2006. 'i bréfinu segir meðal annar: Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum og ósnortinni náttúru.. og .. Það er ósk mín og von að þú og þín fjölskylda munið áfram eiga hér ykkar sælureit.Tilvitnun lýkur. Undir bréfið ritar svo bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir en hún er einnig oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Með bréfinu fylgir ávísun hluti fasteignagjaldanna er endurgreiddur, sem einnig er undirrituð af bæjarstjóranum.Í Kópavogi brugðu menn einnig á þetta ráð og sendu eigendum íbúa í fjölbýlishúsum bréf þar sem þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að veita afslátt af fasteignagjöldum á fjölbýli en í lok árs 2005 hafði bæjarstjórnin þar ákveðið að lækka fasteignagjöld og skiptist lækkunin í tvo flokka, einbýli og sérbýli. Fasteignagjöld á Einbýlishús lækkaði meira en á fjölbýli og segir í bréfinu að nú sé verið að leiðrétta þann mun enda hafi hann stangast á við lög. Leiðréttingin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 12. apríl síðast liðinn. Ávísanirnar ásamt bréfi bæjarstjórnar bárust síðan íbúum í þessari viku. Þykir mörgum skrýtið að bæjarstjórnin hafi ákveðið að bíða með að endurgreiða íbúunum þar til að aðeins vika er til kosninga.Þeir sérfræðingar sem fréttastofa talaði við segja að þessar aðgerðir í Kópavogi og í Mosfellsbæ orki mjög tvímælis og það jaðri við að um sé að ræða brot á 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar en þar segirÓleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll telst:a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði[...] að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, [...].Í dag sendu síðan vinstri grænir í Kópavogi yfirkjörstjórn bæjarinis erindi þar sem segir:"Þess er farið á leit að yfirkjörstjórn komi þegar saman [...] og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi.Jón Atli Kristjánsson formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi kallaði stjórnina á fund eftir hádegi í dag þar sem erindi vinstri grænna var rætt. Í niðurstöðu fundarins segir:...ekki verður séð að óeðlilegur dráttur hafi verið á útsendingu greiðslunnar eftir að ákvörðun um hana var tekin í bæjarstjórn...og kemst yfirstjórnin því að þeirri niðurstöðu að endurgreiðslan brjóti ekki í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira