
Sport
Góður árangur hjá unglingaliðunum
Góður árangur náðist á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem hófst í Svíþjóð í dag. Átján ára landslið pilta sigraði Svía 86-84, þar sem Hörður Vilhjálmsson skoraði 30 stig fyrir Íslenska liðið. Þá vann átján ára lið Íslands í kvennaflokki einnig sigur á því sænska 71-64 og þar var það hin magnaða Helena Sverrisdóttir sem fór á kostum og skoraði 35 stig.