Viðskipti erlent

Veðurspá hækkar olíuverð

Olíutankar skemmdust víða við suðurströnd Bandaríkjanna þegar fellibyljirnir Ríta og Katrín gengur yfir svæðið í fyrrahaust.
Olíutankar skemmdust víða við suðurströnd Bandaríkjanna þegar fellibyljirnir Ríta og Katrín gengur yfir svæðið í fyrrahaust. Mynd/AFP

Olíuverð hækkaði um tæpan Bandaríkjadal á tunnu í framvirkum samningum á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að veðurfræðingar spáðu því að fellibyljir á Atlantshafi geti truflað olíuframleiðslu við Mexíkóflóa í sumar og haust.

Fellibyljatímabilið hefst 1. júní og stendur fram í nóvember. Veðurfræðingar telja þó að fellibylirnir verði ekki jafn stórir og í fyrra.

Olía, sem afhent verður í júlí, hækkaði um 91 sent á mörkuðum í New York í gær og fór tunnan í 70,78 dali. Þá hækkaði Norðursjávarolíu í verði um 88 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór tunnan í 70,23 dali.

Veðurfræðingar við fellibyljgamiðstöð Bandaríkjanna á Miami spáðu í gær að á næsta fellibyljatímabili muni ofsaveður ganga yfir Mexíkóflóa í 16 skipti og muni 6 fellibyljir fara yfir svæðið.

Á síðasta fellibyljatímabili í fyrra gekk ofsaveður yfir Mexíkóflóa í 28 skipti. Þar af voru 15 fellibylir og sjö þeirra á 3. stigi eða meira skv. Saffir-Simpson kvarðanum um vindstyrk fellibylja.

Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir gögn um olíubirgðir í landinu á morgun en búist er við að birgðirnar hafi dregist saman um 400.000 tunnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×