90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina 22. maí 2006 17:40 Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Hjúkrunarheimilið verður reist á Lýsislóðinni og nærliggjandi lóð. Gert er ráð fyrir því að þar verði rými fyrir 60 Reykvíkinga og 30 Seltirninga og að nýja hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun í síðasta lagi um áramót 2009 - 2010. Frumkvæði að verkefninu er komið frá Seltjarnarnesbæ sem óskaði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu hjúkrunarheimilis þar í árslok 2003. Seltjarnarnesbær keypti Lýsislóðina og Reykjavíkurborg næstu lóð við hliðina til að byggja á. Samkomulag sveitarfélaganna og heilbrigðisráðuneytisins um uppbygginguna var svo undirritað í dag. Þar með styttist í lokin á langri bið Seltirninga eftir hjúkrunarheimili. En finnst bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi ekkert skrýtið að senda þá Seltirninga sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda yfir til Reykjavíkur. "Nei nei, ég held þeim sé alveg óhætt hérna," segir Jónmundur. "Reyndar er það þannig að við erum að senda okkar öldruðu og sjúku upp í Grafarvog á hjúkrunarheimili sem þar er, Eir. Þannig að það er um langan veg að fara fyrir fólk úr bænum og með byggingu hjúkrunarheimilis hér sem tekur mið af framtíðarþörf okkar fyrir hjúkrunarrými aldraðra held ég að við séum afar sátt með fyrsta flokks hjúkrunarheimili í túnfætinum." Við undirritun samkomulagsins gagnrýni borgarstjóri að ekki hefði verið staðið við samkomulag borgaryfirvalda og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem gert var fyrir síðustu kosningar. "Ég er mjög ánægð með það að við skildum vera að skrifa undir hér í dag og að það bætast við 60 rými fyrir Reykvíkinga," segir Steinunn Valdís. "En auðvitað hlýt ég að vekja athygli á þessu ófremdarástandi sem ríkir í hjúkrunarheimilismálum aldraðra. Ég notaði tækifærið og skkoraði einfaldlega á ríkisstjórnina að gera nú skurk í þessum málum, taka af skarið og láta verkin tala." Undanfarið hefur verið mikið um það rætt að samkomulag sem stjórnvöld gerðu við borgina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi ekki verið efnt. Er þá ástæða til að ætla að þetta samkomulag verði efnt? "Það samkomulag sem þá var gert er einmitt verið að vinna að," segir heilbrigðisráðherra og vísar til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut. "Að sjálfsögðu munum við efna þetta samkomulag. Allir sem hér voru í dag að skrifa undir gera það af miklum heilindum og standa þétt við bakið á þessu verkefni, enda er þetta gott verkefni." Borgarstjórn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Hjúkrunarheimilið verður reist á Lýsislóðinni og nærliggjandi lóð. Gert er ráð fyrir því að þar verði rými fyrir 60 Reykvíkinga og 30 Seltirninga og að nýja hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun í síðasta lagi um áramót 2009 - 2010. Frumkvæði að verkefninu er komið frá Seltjarnarnesbæ sem óskaði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu hjúkrunarheimilis þar í árslok 2003. Seltjarnarnesbær keypti Lýsislóðina og Reykjavíkurborg næstu lóð við hliðina til að byggja á. Samkomulag sveitarfélaganna og heilbrigðisráðuneytisins um uppbygginguna var svo undirritað í dag. Þar með styttist í lokin á langri bið Seltirninga eftir hjúkrunarheimili. En finnst bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi ekkert skrýtið að senda þá Seltirninga sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda yfir til Reykjavíkur. "Nei nei, ég held þeim sé alveg óhætt hérna," segir Jónmundur. "Reyndar er það þannig að við erum að senda okkar öldruðu og sjúku upp í Grafarvog á hjúkrunarheimili sem þar er, Eir. Þannig að það er um langan veg að fara fyrir fólk úr bænum og með byggingu hjúkrunarheimilis hér sem tekur mið af framtíðarþörf okkar fyrir hjúkrunarrými aldraðra held ég að við séum afar sátt með fyrsta flokks hjúkrunarheimili í túnfætinum." Við undirritun samkomulagsins gagnrýni borgarstjóri að ekki hefði verið staðið við samkomulag borgaryfirvalda og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem gert var fyrir síðustu kosningar. "Ég er mjög ánægð með það að við skildum vera að skrifa undir hér í dag og að það bætast við 60 rými fyrir Reykvíkinga," segir Steinunn Valdís. "En auðvitað hlýt ég að vekja athygli á þessu ófremdarástandi sem ríkir í hjúkrunarheimilismálum aldraðra. Ég notaði tækifærið og skkoraði einfaldlega á ríkisstjórnina að gera nú skurk í þessum málum, taka af skarið og láta verkin tala." Undanfarið hefur verið mikið um það rætt að samkomulag sem stjórnvöld gerðu við borgina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi ekki verið efnt. Er þá ástæða til að ætla að þetta samkomulag verði efnt? "Það samkomulag sem þá var gert er einmitt verið að vinna að," segir heilbrigðisráðherra og vísar til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut. "Að sjálfsögðu munum við efna þetta samkomulag. Allir sem hér voru í dag að skrifa undir gera það af miklum heilindum og standa þétt við bakið á þessu verkefni, enda er þetta gott verkefni."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira