Justin Gatling er nýr heimsmethafi í 100 metra hlaupiNordicPhotos/GettyImages
Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatling setti nýtt heimsmet í 100 metra hlaupi í dag þegar hann kom í mark á tímanum 9,76 sekúndum á móti í Katar. Eldra metið átti Jamaíkumaðurinn Asafa Powell, en það var 9,77 sekúndur.