Íbúasamtök Laugardalshverfa og Grafarvogs segja það misskilning að framkvæmdir á Sundabraut muni tefjast vegna umhverfismats á jarðgöngum.
Talsmenn íbúa segja að þeim kosti hafi þegar verið gerð skil í umhverfismati og því þyrfti einungis að endurskoða niðurstöður þess umhverfismats út frá nýjum hugmyndum en óþarfi sé að meta gangakostinn upp á nýtt.