Nýr forstjóri Faroe Ship 2. maí 2006 09:58 Jóhanna á Bergi. Jóhanna á Bergi hefur verið ráðin forstjóri Faroe Ship frá og með 22. maí nk. Jóhanna tekur við af Árna Joensen sem fer á eftirlaun eftir tæplega 30 ára starf sem forstjóri fyrirtækisins. Árni verður stjórnarformaður Faroe Ship. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Jóhanna á Bergi hafi útskrifast frá Danish School of Export and Marketing árið 1994 og lokið mastersnámi í stjórnun frá Robert Gordon University í Skotlandi árið 2004. Jóhanna er í dag sölu- og marksaðsstjóri hjá P/F JFK í Færeyjum og hefur áður starfað sem sölustjóri hjá P/F kósin Seafood og sölustjóri hjá Faroe Seafood í Frakklandi. Hún er stjórnarformaður verslunarskóla Færeyja auk þess að eiga sæti í stjórnun nokkurra færeyskra fyrirtækja. Faroe Ship er leiðandi flutningsfyrirtæki í Færeyjum. Fyrirtækið er dótturfélag Eimskips sem hefur undanfarið aukið verulega umsvif sín í Færeyjum með kaupum á landflutningafyrirtækjunum Heri Thomsen og Farmaleiðum. Jóhanna á Bergi mun leiða sameiningu og samþættingu á starfsemi Eimskips í Færeyjum, með það að markmiði að auka og bæta núverandi þjónustu í flutningum og vörustjórnun. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Jóhanna á Bergi hefur verið ráðin forstjóri Faroe Ship frá og með 22. maí nk. Jóhanna tekur við af Árna Joensen sem fer á eftirlaun eftir tæplega 30 ára starf sem forstjóri fyrirtækisins. Árni verður stjórnarformaður Faroe Ship. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Jóhanna á Bergi hafi útskrifast frá Danish School of Export and Marketing árið 1994 og lokið mastersnámi í stjórnun frá Robert Gordon University í Skotlandi árið 2004. Jóhanna er í dag sölu- og marksaðsstjóri hjá P/F JFK í Færeyjum og hefur áður starfað sem sölustjóri hjá P/F kósin Seafood og sölustjóri hjá Faroe Seafood í Frakklandi. Hún er stjórnarformaður verslunarskóla Færeyja auk þess að eiga sæti í stjórnun nokkurra færeyskra fyrirtækja. Faroe Ship er leiðandi flutningsfyrirtæki í Færeyjum. Fyrirtækið er dótturfélag Eimskips sem hefur undanfarið aukið verulega umsvif sín í Færeyjum með kaupum á landflutningafyrirtækjunum Heri Thomsen og Farmaleiðum. Jóhanna á Bergi mun leiða sameiningu og samþættingu á starfsemi Eimskips í Færeyjum, með það að markmiði að auka og bæta núverandi þjónustu í flutningum og vörustjórnun.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira