Viðskipti erlent

Góð afkoma Lauru Ashley

Ann Iverson, framkvæmdastjóri Laura Ashley Holding.
Ann Iverson, framkvæmdastjóri Laura Ashley Holding. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa í bresku tísku- og húsgagnakeðjunni Lauru Ashley hækkuðu um 16 prósent í gær eftir að greint var frá því að afkoma keðjunnar hfafi verið umfram væntingar. Stjórn eignarhaldsfélags fyrirtækisins ákvað í kjölfarið að greiða hluthöfum arð í fyrsta skipti í átta ár.

Hagnaður Lauru Ashley fyrir skatta nam nam 5,8 milljónum punda á árinu og er það 70,6 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári.

Hagræðingu innan fyrirtækins er að þakka góð afkoma fyrirtækins, að sögn bresku fréttastofunnar Sky.

Arðgreiðslur til hluthafa nema 0,5 pensum á hlut en greiðslurnar eru þær fyrstu síðan árið 1997.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×