Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar á ný

Mynd/AFP

Vaxandi áhyggjur af hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Íran hafa valdið hækkunum á olíuverði og hefur það ekki verið hærra í 2 mánuði. Íran er fjórði stærsti olíuframleiðandi í heimi og gætu mögulegar aðgerðir Bandaríkjanna dregið talsvert úr framboði hráolíu í heiminum.

Í Vegvísi Landsbankans segir að annar þáttur í hækkandi olíuverði sé áframhaldandi óvissa um ástandið í Nígeríu en skemmdarverk sem framin voru þar í landi ollu minnkun á framboði olíu á heimsvísu.

Þá sýni tölur að Bandaríkjunum í síðustu viku að framboð á bensíni hafi lækkað dálítið sem gæti valdið vandræðum þar sem bensínnotkun nær hámarki í Bandaríkjunum á sumrin. Olíuverð hefur hækkað um 11 prósent það sem af er árs í New York og stendur nú í rúmum 68 Bandaríkjadölum á tunnu. Í byrjun árs 2002 stóð tunnan í um 20 dölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×