Viðskipti erlent

Visa og FIFA sögð í samningaviðræðum

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA.
Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA.

Líkur er sagðar á að greiðslukortafyrirtækið Visa verði styrktaraðili heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu frá og með næsta ári. Styrktarsamningur Visa er sagður hljóða upp á 150 til 200 milljónir punda, jafnvirði 19 til rúmlega 25 milljarða íslenskra króna.

Fréttastofa Reuters sagði í gær að hún hefði áreiðanlegar heimildir fyrir því að Sepp Blatter, forseti FIFA, Alþjóðlega knattspyrnusambandsins, og Christopher Rodrigues, framkvæmdastjóri VISA, muni greina frá samningnum í Zurich í Sviss í dag.

Verði af samningum mun Visa taka við af greiðslukortafyrirtækinu MasterCard sem styrktaraðili heimsmeistarakeppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×