Ein fjölmennasta neyðarvarnaræfing í sögu Rauða krossins 27. mars 2006 14:29 Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Alls komu um 870 manns til skráningar í fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins á Klaustri, Vík, Skógum, Hvolsvelli og Hellu eftir að hafa fengið boð um að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi eldgoss í Kötlu. Um 1200-1300 íbúar voru innan rýmingarsvæðisins, og er þetta því um 70% hlutfall of íbúum sem létu skrá sig á fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins. Þetta er í fyrsta sinn sem viðbrögð við Kötlugosi eru æfð vegna flóðahættu úr vestanverðum Mýrdalsjökli en æfð hefur verið í nokkur skipti rýming vegna flóðs úr Mýrdalsjökli austanverðum allt frá árinu 1974. Sjálfboðaliðar úr deildum Rauða krossins í Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Rangárvallasýslu tóku virkan þátt í æfingunni, og sáu um að manna fjöldahjálparstöðvarnar. Starfsemin í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins er mikilvægur hlekkur í almannavörnum og er unnin samkvæmt neyðarvarnakerfi félagsins. Skráningargögn eru keyrð saman við íbúaskrár til að upplýsingar liggi fyrir um hverra er saknað svo hægt sé að veita viðeigandi aðstoð. Þá fara upplýsingar einnig til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 þangað sem vinir og vandamenn geta hringt og leitað fregna um afdrif ástvina sinna innan hættusvæðisins. "Samhæfing skiptir öllu máli í svona fjöldahjálparæfingu og það er nauðsynlegt að samræma allar áætlanir er varða viðbrögð við svona vá," sagði Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóra neyðarvarna á landsskrifstofu Rauða kross Íslands og einn fulltrúa félagsins í Samhæfingarstöð. "Í kjölfarið verður unnið úr gögnum helgarinnar og sett fram heildstæð áætlun hvað snertir fjöldahjálparstöðvar með öllum deildum Rauða krossins á svæðinu." Flestir sem tóku þátt í æfingunni eru með fjöldahjálparstjóraréttindi og ganga því inn í verkefnin af þekkingu en geta einnig leiðbeint öðrum sjálfboðaliðum Rauða krossins sem koma til starfa í fjöldahjálparstöðvunum. HeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiða Katla Kötlufréttir Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Alls komu um 870 manns til skráningar í fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins á Klaustri, Vík, Skógum, Hvolsvelli og Hellu eftir að hafa fengið boð um að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi eldgoss í Kötlu. Um 1200-1300 íbúar voru innan rýmingarsvæðisins, og er þetta því um 70% hlutfall of íbúum sem létu skrá sig á fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins. Þetta er í fyrsta sinn sem viðbrögð við Kötlugosi eru æfð vegna flóðahættu úr vestanverðum Mýrdalsjökli en æfð hefur verið í nokkur skipti rýming vegna flóðs úr Mýrdalsjökli austanverðum allt frá árinu 1974. Sjálfboðaliðar úr deildum Rauða krossins í Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Rangárvallasýslu tóku virkan þátt í æfingunni, og sáu um að manna fjöldahjálparstöðvarnar. Starfsemin í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins er mikilvægur hlekkur í almannavörnum og er unnin samkvæmt neyðarvarnakerfi félagsins. Skráningargögn eru keyrð saman við íbúaskrár til að upplýsingar liggi fyrir um hverra er saknað svo hægt sé að veita viðeigandi aðstoð. Þá fara upplýsingar einnig til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 þangað sem vinir og vandamenn geta hringt og leitað fregna um afdrif ástvina sinna innan hættusvæðisins. "Samhæfing skiptir öllu máli í svona fjöldahjálparæfingu og það er nauðsynlegt að samræma allar áætlanir er varða viðbrögð við svona vá," sagði Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóra neyðarvarna á landsskrifstofu Rauða kross Íslands og einn fulltrúa félagsins í Samhæfingarstöð. "Í kjölfarið verður unnið úr gögnum helgarinnar og sett fram heildstæð áætlun hvað snertir fjöldahjálparstöðvar með öllum deildum Rauða krossins á svæðinu." Flestir sem tóku þátt í æfingunni eru með fjöldahjálparstjóraréttindi og ganga því inn í verkefnin af þekkingu en geta einnig leiðbeint öðrum sjálfboðaliðum Rauða krossins sem koma til starfa í fjöldahjálparstöðvunum. HeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiða
Katla Kötlufréttir Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira