Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Asíu

Gengi hlutabréfa hækkaði á flestum mörkuðum í Asíu í kjölfar hlutabréfahækkana á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í síðustu viku. Gengi hlutabréfa hækkaði jafnframt á mörkuðum á Nýja-Sjálandi og hefur aldrei verið hærra.

Gengi Nikkei-225 vísitölunnar hækkaði um 245,88 punkta, 1,5 prósent og endaði í 16.316,51 stigi í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag en vísitalan hefur hækkað um 4,7 prósent síðan á fimmtudag í síðustu viku. Hækkunina má að mestu leyti rekja til þeirrar niðurstöðu bankastjórnar japanska seðlabankans að breyta peningastefnu bankans og hækka stýrivexti á næstunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×