Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson spiluðu sinn fyrsta leik fyrir Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og ekki er hægt að segja annað en að þeir hafi átt fljúgandi start. Hörður skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-2 sigri liðsins á Viborg á útivelli.
