Eigendur hollenska laxeldisfyrirtækisins Marine Harvest N.V., sem er stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði, hafa samþykkt yfirtökutilboð Geverans Trading Co. Ltd., sem er í eigu norska auðjöfursins Johns Fredriksens. Yfirtökutilboð Geveran Trading hljóðar upp á 1,75 milljarða evrur.
Samkeppnisyfirvöld eiga eftir að samþykkja viðskiptin.
Hollenska fyrirtækið Netreco Holding N.V. á 75 prósent í Marine Harvest en Stolt-Nielsen S.A., sem samanstendur af breskum og norskum fjárfestum, á fjórðungshlut í fyrirtækinu.
Í tilkynningu Stolt-Nielsen S.A. til norsku kauphallarinnar í Ósló segir að Geveran Trading taki yfir 150 milljóna evru skuldir laxeldisfyrirtækisins.
Fjárfestingafyrirtæki Fredriksens á fyrir laxeldisfyrirtækin Pan Fish og Fjord Seafood.
Um 6.000 manns vinna hjá Marine Harvest og selur fyrirtækið eldislax til 70 landa.