Yngsti meðlimur bandsins er rétt innan við sextugt og ferill hljómsveitarinnar spannar hátt í hálfa öld. Þrátt fyrir það mátti ekki nema nein þreytumerki þegar kapparnir í Rolling Stones trylltu yfir eina milljón manns á Copacabana strönd um helgina.
Aðdáendur rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones fylltu Copacabana strönd í Rio de Janero um helgina. Hljómsveitin hefur tvisvar áður sótt Brasilíu heim en þetta er í fyrsta skipti sem þeir rukkuðu engan aðgangseyri. Fátækt er mikil í Brasilíu og því margir sem ekki hafa efni á að borga sig inn á tónleika hjá hljómsveitum á borð við Rolling Stones. Yfir ein milljón manna mætti á tónleikana.
Fjöldi bátaeigenda stöðvuðu báta sína undan ströndinni til að hlýða á tónleikana og þyrlur sveimuðu yfir svæðinu. Á tónleikunum mátti sjá heilu kynslóðirnar samankomnar enda víst að hljómsveitin á aðdáendur á öllum aldri. Yfir tíu þúsunds lögregluþjónar stóðu vaktina ásamt sex hundruð slökkviliðsmönnum og strandvörðum.