300 milljón króna skíðalyfta í Bláfjöllum stendur auð 5. febrúar 2006 20:00 MYND/Gunnar V. Andrésson Rigningar samfara löngu hlýindaskeiði hafa valdið því að öll skíðasvæði eru lokuð. Nýuppsett 300 milljóna króna skíðalyfta stendur auð í Bláfjöllum í hýindunum þessa dagana. Tvær vikur eru síðan síðast var opið í Bláfjöllum en aðeins hefur verið opið þar í ellefu daga það sem af er vetri og enn hefur hvorki verið opnað í Skálafelli né á Hengilssvæðinu. Þessa dagana keppast vísindamenn við að spá hlýnandi loftslagi og því tímabært að athuga aðra kosti til þess að Íslendingar geti haldið áfram að renna sér í snjó. Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður skíðasvæða Reykjavíkur, segir að ákveðið hafi verið að beina því fjármagni sem til ráðstöfunar væri í Kóngsgil í Bláfjöllum þar sem væri mest snjósöfnunarsvæði á þeim skíðasvæðum sem þegar eru til staðar. Aðrir kostir hafa einnig heyrst nefndir, þá helst Botnssúlur, sem eru 1100m háar en þó ekki of langt frá Reykjavíkursvæðinu. Þetta er hins vegar kostnaðarsöm framkvæmd. Botnssúlurnar eru algjörlega ónumið land, það þyrfti að byrja á að leggja þangað vegi, rafmagn, síma og fleira, auk þess sem þyrfti að gera haldgóða úttekt á veðurfari og aðstæðum. Kostnaður við slíkar framkvæmdir gætu aldrei verið minni en einn og hálfur milljarður og líklega mun hærri. Innanhússskíðahallir hafa risið í nokkrum nágrannalöndum okkar. Þær eru eini kosturinn sem myndi gulltryggja skíðafæri í framtíðinni. Slíkar fyrirætlanir eru hins vegar enn á hugmyndastigi og ekki inni í framtíðaráætlunum stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Veðurspáin lofar hins vegar kulda og snjó fyrir komandi daga og því vonaðist Grétar til að geta safnað nægilega miklum snjó til að opna með glæsibrag á næstu dögum. Skíðasvæði Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Rigningar samfara löngu hlýindaskeiði hafa valdið því að öll skíðasvæði eru lokuð. Nýuppsett 300 milljóna króna skíðalyfta stendur auð í Bláfjöllum í hýindunum þessa dagana. Tvær vikur eru síðan síðast var opið í Bláfjöllum en aðeins hefur verið opið þar í ellefu daga það sem af er vetri og enn hefur hvorki verið opnað í Skálafelli né á Hengilssvæðinu. Þessa dagana keppast vísindamenn við að spá hlýnandi loftslagi og því tímabært að athuga aðra kosti til þess að Íslendingar geti haldið áfram að renna sér í snjó. Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður skíðasvæða Reykjavíkur, segir að ákveðið hafi verið að beina því fjármagni sem til ráðstöfunar væri í Kóngsgil í Bláfjöllum þar sem væri mest snjósöfnunarsvæði á þeim skíðasvæðum sem þegar eru til staðar. Aðrir kostir hafa einnig heyrst nefndir, þá helst Botnssúlur, sem eru 1100m háar en þó ekki of langt frá Reykjavíkursvæðinu. Þetta er hins vegar kostnaðarsöm framkvæmd. Botnssúlurnar eru algjörlega ónumið land, það þyrfti að byrja á að leggja þangað vegi, rafmagn, síma og fleira, auk þess sem þyrfti að gera haldgóða úttekt á veðurfari og aðstæðum. Kostnaður við slíkar framkvæmdir gætu aldrei verið minni en einn og hálfur milljarður og líklega mun hærri. Innanhússskíðahallir hafa risið í nokkrum nágrannalöndum okkar. Þær eru eini kosturinn sem myndi gulltryggja skíðafæri í framtíðinni. Slíkar fyrirætlanir eru hins vegar enn á hugmyndastigi og ekki inni í framtíðaráætlunum stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Veðurspáin lofar hins vegar kulda og snjó fyrir komandi daga og því vonaðist Grétar til að geta safnað nægilega miklum snjó til að opna með glæsibrag á næstu dögum.
Skíðasvæði Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira