Steve Nash, leikmaður Phoenix Suns og Mike James hjá Toronto Raptors voru hafa verið útnefndir leikmenn vikunnar í Vestur- og Austurdeildinni í NBA. James stýrði liði Toronto til þriggja sigra í fjórum leikjum og skoraði 25 að meðaltali í leik og gaf sjö stoðsendingar. Nash skoraði 21 stig að meðaltali í leik og gaf 14,3 stoðsendingar í þremur sigrum Phoenix í fjórum leikjum.
