LeBron James með stórleik 5. janúar 2006 07:45 LeBron James var í stuði gegn Milwaukee í nótt og náði þrennu með 32 stigum, 11 fráköstum og 11 stoðsendingum. Síðast þegar hann mætti Milwaukee skoraði hann 52 stig. NordicPhotos/GettyImages LeBron James átti stjörnuleik þegar lið hans Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Milwaukee Bucks í NBA deildinni í nótt 91-84. James skoraði 32 stig, þar af 17 í fjórða leikhluta, hirti 11 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Liðið varð þó fyrir áfalli í leiknum, því Larry Hughes fingurbrotnaði og verður frá í 6-8 vikur. Michael Redd var atkvæðamestur hjá Milwaukee með 28 stig. Varamenn Milwaukee skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum, en þetta er í fyrsta skipti síðan haustið 1970 sem það gerist hjá liðinu. Dwayne Wade, leikmaður Miami, var einnig í stuði í gær og náði annari þrennu sinni á ferlinum, en það dugði ekki því Miami steinlá á útivelli gegn New Orleans Hornets 107-92. Wade skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en tapaði reyndar 8 boltum í leiknum. Shaquille O´Neal skoraði einnig 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Miami. Metfjöldi áhorfenda mætti á leikinn í Oklahoma City og sá lið sitt fara á kostum gegn hátt skrifuðum andstæðingum sínum. Desmond Mason skoraði 24 stig fyrir heimamenn, David West skoraði 20 og nýliðinn Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. Toronto vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið burstaði Orlando 121-97 og hefur nú virðist sem Kanadaliðið sé loksins að finna taktinn eftir skelfilega byrjun í vetur. Charlie Villaneuva skoraði 24 stig fyrir Toronto, en Jameer Nelson skoraði 31 stig fyrir Orlando, sem er persónulegt met. Orlando hirti aðeins 21 frákast í leiknum. Boston sigraði Charlotte 109-106, en þetta var þriðja tap Charlotte í röð. Paul Pierce fór að vanda fyrir sínum mönnum í Boston og skoraði 28 stig, hirti 8 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en Jumaine Jones skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Minnesota vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas 91-78. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig fyrir Dallas og Kevin Garnett var einnig með 23 stig fyrir Minnesota og hirti auk þess 10 fráköst. Chicago tapaði enn einum leiknum, nú á heimavelli fyrir Seattle Supersonics í fyrsta leik nýja þjálfarans Bob Hill sem tók við Seattle eftir að nafni hans Weiss var rekinn í gær. Rashard Lewis skoraði 21 stig fyrir Seattle og Ray Allen 20, en Ben Gordon skoraði 21 fyrir Chicago. Meistarar San Antonio völtuðu yfir vængbrotið lið Portland 106-75. Tim Duncan skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker var með 18 stig og 7 stoðsendingar. Jarrett Jack skoraði 15 stig fyrir Portland. Denver vann auðveldan sigur á Indiana á heimavelli sínum 106-86. Earl Boykins og Carmelo Anthony skoruðu báðir 23 stig fyrir Denver, en Stephen Jackson var stigahæstur hjá Indiana með 21 stig. Phoenix burstaði Philadelphia 105-85. Steve Nash skoraði 24 stig fyrir Phoenix þrátt fyrir að setjast á bekkinn eftir þriðja leikhlutann þegar úrslit leiksins voru ráðin, en hann vann Phoenix 35-16. Allen Iverson var stigahæstur í liði Philadelphia með 16 stig, en fékk sömuleiðis að hvíla sig í lokaleikhlutanum þegar úrslitin voru ráðin. Samuel Dalembert skoraði 14 stig og hirti 22 fráköst fyrir Philadelphia, sem var án Chris Webber vegna meiðsla hans í baki. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Sjá meira
LeBron James átti stjörnuleik þegar lið hans Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Milwaukee Bucks í NBA deildinni í nótt 91-84. James skoraði 32 stig, þar af 17 í fjórða leikhluta, hirti 11 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Liðið varð þó fyrir áfalli í leiknum, því Larry Hughes fingurbrotnaði og verður frá í 6-8 vikur. Michael Redd var atkvæðamestur hjá Milwaukee með 28 stig. Varamenn Milwaukee skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum, en þetta er í fyrsta skipti síðan haustið 1970 sem það gerist hjá liðinu. Dwayne Wade, leikmaður Miami, var einnig í stuði í gær og náði annari þrennu sinni á ferlinum, en það dugði ekki því Miami steinlá á útivelli gegn New Orleans Hornets 107-92. Wade skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en tapaði reyndar 8 boltum í leiknum. Shaquille O´Neal skoraði einnig 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Miami. Metfjöldi áhorfenda mætti á leikinn í Oklahoma City og sá lið sitt fara á kostum gegn hátt skrifuðum andstæðingum sínum. Desmond Mason skoraði 24 stig fyrir heimamenn, David West skoraði 20 og nýliðinn Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. Toronto vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið burstaði Orlando 121-97 og hefur nú virðist sem Kanadaliðið sé loksins að finna taktinn eftir skelfilega byrjun í vetur. Charlie Villaneuva skoraði 24 stig fyrir Toronto, en Jameer Nelson skoraði 31 stig fyrir Orlando, sem er persónulegt met. Orlando hirti aðeins 21 frákast í leiknum. Boston sigraði Charlotte 109-106, en þetta var þriðja tap Charlotte í röð. Paul Pierce fór að vanda fyrir sínum mönnum í Boston og skoraði 28 stig, hirti 8 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, en Jumaine Jones skoraði 21 stig fyrir Charlotte. Minnesota vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas 91-78. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig fyrir Dallas og Kevin Garnett var einnig með 23 stig fyrir Minnesota og hirti auk þess 10 fráköst. Chicago tapaði enn einum leiknum, nú á heimavelli fyrir Seattle Supersonics í fyrsta leik nýja þjálfarans Bob Hill sem tók við Seattle eftir að nafni hans Weiss var rekinn í gær. Rashard Lewis skoraði 21 stig fyrir Seattle og Ray Allen 20, en Ben Gordon skoraði 21 fyrir Chicago. Meistarar San Antonio völtuðu yfir vængbrotið lið Portland 106-75. Tim Duncan skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker var með 18 stig og 7 stoðsendingar. Jarrett Jack skoraði 15 stig fyrir Portland. Denver vann auðveldan sigur á Indiana á heimavelli sínum 106-86. Earl Boykins og Carmelo Anthony skoruðu báðir 23 stig fyrir Denver, en Stephen Jackson var stigahæstur hjá Indiana með 21 stig. Phoenix burstaði Philadelphia 105-85. Steve Nash skoraði 24 stig fyrir Phoenix þrátt fyrir að setjast á bekkinn eftir þriðja leikhlutann þegar úrslit leiksins voru ráðin, en hann vann Phoenix 35-16. Allen Iverson var stigahæstur í liði Philadelphia með 16 stig, en fékk sömuleiðis að hvíla sig í lokaleikhlutanum þegar úrslitin voru ráðin. Samuel Dalembert skoraði 14 stig og hirti 22 fráköst fyrir Philadelphia, sem var án Chris Webber vegna meiðsla hans í baki.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti