Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir 21. desember 2006 00:01 Einar Árni Jóhannson, þjálfari Njarðvíkur Njarðvík og Keflavík mætast í kvöld í síðasta leik Iceland-Express deildar karla fyrir jól. Leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 19.15. Liðin eru í fjórða og fimmta sæti fyrir leikinn, bæði með fjórtán stig eftir níu leiki, en Skallagrímur, KR og Snæfell verma fyrstu þrjú sætin, öll með sextán stig eftir tíu leiki. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir, það er ekki hægt að neita því. Rígurinn og hefðin fyrir þessum leikjum er mikil enda eru leikir þessara félaga alltaf verið stórleikir. Hefðin er mikil,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, um stórleikinn í kvöld. Félögin hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Einar ítrekar að það verði allt lagt undir í leiknum, sem er mikilvægur upp á stöðu liðanna sem og fyrir sjálfstraustið fyrir komandi átök. „Þetta eru þau félög sem hafa unnið 16 af síðustu 20 Íslandsmeistaratitlum og oftar en ekki eru þetta frábærir körfuboltaleikir. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að það verði engin undantekning á í kvöld. Öll þreyta eftir erfitt haust verður lögð til hliðar, þetta er ástæðan fyrir því að menn eru í þessu,“ sagði Einar. „Ég á von á því að þetta verði spennandi leikur. Heimavöllurinn virðist ekki vera mjög heilagur, bæði lið hafa tapað fáum heimaleikjum en þá helst fyrir þessum erkióvini. Við þurfum að hægja á þeim danska, Thomas Soltau, hann fór illa með okkur í haust. Þeir eru auðvitað með frábært lið en við hugsum auðvitað fyrst og fremst um okkur sjálfa, við þurfum að spila miklu betri vörn en við gerðum í síðasta leik og nýta okkur styrkinn inni í teignum,“ sagði þjálfarinn sem ætlar ekkert að trufla menn í jólahaldinu. „Eftir leikinn gegn Keflavík tökum við okkur frí og það verða engar hömlur settar á menn um jólin. Við leyfum mönnum að fá sér það sem þeir vilja, svona innan skynsamlegra marka,“ sagði Einar á léttu nótunum að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Njarðvík og Keflavík mætast í kvöld í síðasta leik Iceland-Express deildar karla fyrir jól. Leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 19.15. Liðin eru í fjórða og fimmta sæti fyrir leikinn, bæði með fjórtán stig eftir níu leiki, en Skallagrímur, KR og Snæfell verma fyrstu þrjú sætin, öll með sextán stig eftir tíu leiki. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir, það er ekki hægt að neita því. Rígurinn og hefðin fyrir þessum leikjum er mikil enda eru leikir þessara félaga alltaf verið stórleikir. Hefðin er mikil,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, um stórleikinn í kvöld. Félögin hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Einar ítrekar að það verði allt lagt undir í leiknum, sem er mikilvægur upp á stöðu liðanna sem og fyrir sjálfstraustið fyrir komandi átök. „Þetta eru þau félög sem hafa unnið 16 af síðustu 20 Íslandsmeistaratitlum og oftar en ekki eru þetta frábærir körfuboltaleikir. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að það verði engin undantekning á í kvöld. Öll þreyta eftir erfitt haust verður lögð til hliðar, þetta er ástæðan fyrir því að menn eru í þessu,“ sagði Einar. „Ég á von á því að þetta verði spennandi leikur. Heimavöllurinn virðist ekki vera mjög heilagur, bæði lið hafa tapað fáum heimaleikjum en þá helst fyrir þessum erkióvini. Við þurfum að hægja á þeim danska, Thomas Soltau, hann fór illa með okkur í haust. Þeir eru auðvitað með frábært lið en við hugsum auðvitað fyrst og fremst um okkur sjálfa, við þurfum að spila miklu betri vörn en við gerðum í síðasta leik og nýta okkur styrkinn inni í teignum,“ sagði þjálfarinn sem ætlar ekkert að trufla menn í jólahaldinu. „Eftir leikinn gegn Keflavík tökum við okkur frí og það verða engar hömlur settar á menn um jólin. Við leyfum mönnum að fá sér það sem þeir vilja, svona innan skynsamlegra marka,“ sagði Einar á léttu nótunum að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira