Sammál og sérmál 21. desember 2006 00:01 Evrópusambandið hét í fyrstu Kola- og stálbandalag Evrópu. Nafngiftin lýsti markmiðinu, sem var að setja náttúruauðlindir Frakklands og Þýzkalands undir einn hatt til að girða fyrir frekari átök um yfirráð yfir þessum auðlindum og fleiri stríð. Þetta gafst svo vel, að Frakkar og Þjóðverjar ákváðu að rugla saman reytum sínum á fleiri sviðum og bjóða öðrum Evrópuþjóðum að vera með, og þeir hafa æ síðan lifað í sátt og samlyndi. Evrópa lifir nú mesta blómaskeið og friðar í sögu sinni. Evrópusambandið á mikinn þátt í því. @Megin-Ol Idag 8,3p :Evrópusamstarfið hvílir á þeirri lykilhugsun, að sum verkefni sérhvers samfélags séu þannig vaxin, að þau krefjist sameiginlegra lausna, þar eð staðbundnar lausnir íþyngi öðrum löndum að ósekju. Slík mál getum við kallað sammál til aðgreiningar frá sérmálum, sem hvert einstakt land getur leitt til lykta á eigin spýtur án þess að valda öðrum skaða. Náttúruauðlindir lúta sameiginlegri stjórn innan Evrópusambandsins (ESB) til að girða fyrir átök um yfirráð yfir þeim. Bretar og Spánverjar heyja engin innbyrðis þorskastríð, af því að útvegur þeirra lýtur sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB, sem er einmitt ætlað að stilla til friðar um fiskveiðar aðildarþjóðanna. Útvegsstefna ESB er að vísu meingölluð, en hugsunin að baki hennar er eigi að síður vel grunduð og skýr. Ætla mætti, að ástandið í Austurlöndum nær væri friðsælla, ef olíulindirnar þar lytu sameiginlegri stjórn að evrópskri fyrirmynd. Hefðu Írakar ráðizt inn í Íran 1980, ef olíulindir hefðu ekki verið í húfi? Varla. Innrásarliðið byrjaði einmitt á því að leggja undir sig olíuver. Stríðið stóð í átta ár og kostaði milljón mannslífa, og því lauk með þrátefli. Hefðu Bandaríkjamenn og fylgjendur þeirra ráðizt inn í Írak 2003, ef þar væri engin olía? Væri Sádi-Arabía eitt harðsvíraðasta einræðisríki heims, ef konungsfjölskyldan þar teldi sig ekki þurfa að verja eignarhald sitt á olíulindum landsins með tiltækum ráðum? Væri hatur múslímskra hryðjuverkamanna á konungsfjölskyldunni og bandamönnum hennar eins hyldjúpt og raun ber vitni um, ef engum olíuauði væri til að dreifa? Hvernig ætli Kaninn brygðist við, ef Texas með alla sína olíu segði sig úr lögum við Bandaríkin? Og hvernig ætli Englendingar tækju því, ef Skotar lýstu yfir sjálfstæði til að sitja einir að olíu Bretlands í Norðursjó? Þannig er hægt að færa sig land úr landi: munstrið er býsna skýrt. Hvaða sammál önnur hafa ESB-löndin kosið að afgreiða á sameiginlegum vettvangi? Þau eru einkum fjögur. Í fyrsta lagi lúta ESB-löndin sameiginlegri stjórn peningamála og hafa komið sér saman um eina mynt, evruna. Í þessu felst, að aðildarlöndin hafa orðið ásátt um að deila þessum anga fullveldis síns - til dæmis réttinum til að fella gengi eigin þjóðmyntar eða hækka vexti - með öðrum sambandsþjóðum. Aðildarlöndin hafa þannig afsalað sér rétti sínum til að prenta peninga og hleypa verðbólgu á skrið til að koma sér í mjúkinn hjá kjósendum fyrir kosningar, en ýmis brögð voru að slíkum atkvæðakaupum fyrir daga evrunnar. Í annan stað hafa ESB-löndin komið sér saman um sameiginlega stefnu í viðskiptamálum út á við. Þau leggja einn og sama toll á innflutning frá löndum utan ESB og hafa afsalað sér réttinum til meiri eða minni tollheimtu. Þetta var gert til að greiða fyrir millilandaviðskiptum, því að flest ESB-lönd þurftu að lækka tolla sína til að ná sameiginlegu marki Sambandsins. Í þriðja lagi hafa ESB-þjóðirnar sammælzt um sameiginlega stefnu í samkeppnismálum. Þessum þætti hefur verið gefinn minni gaumur en vert væri. Ætlanin hér er að skerða getu innlendra einokunar- og fákeppnisfyrirtækja til að okra á almenningi og skerða einnig getu stjórnvalda í hverju landi til að hygla sumum með beinni eða óbeinni ríkisaðstoð á kostnað annarra. Í fjórða lagi fylgja ESB-löndin sameiginlegri landbúnaðarstefnu, sem er að sönnu óhemjudýr, en hún leggur samt mun léttari byrðar á neytendur og skattgreiðendur en búverndarstefnan hér heima. Við þessi fjögur sammál bætist samræming ýmissa laga og reglna, svo sem Íslendingar hafa kynnzt með aðildinni að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Önnur mál en þessi lúta að mestu leyti staðbundinni stjórn í hverju landi fyrir sig. Mikið atvinnuleysi víða á meginlandi Evrópu er til að mynda ekki sök ESB, því að hvert aðildarland markar sér sjálfstæða stefnu í vinnumarkaðsmálum og ber því ábyrgð á atvinnuleysinu heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Evrópusambandið hét í fyrstu Kola- og stálbandalag Evrópu. Nafngiftin lýsti markmiðinu, sem var að setja náttúruauðlindir Frakklands og Þýzkalands undir einn hatt til að girða fyrir frekari átök um yfirráð yfir þessum auðlindum og fleiri stríð. Þetta gafst svo vel, að Frakkar og Þjóðverjar ákváðu að rugla saman reytum sínum á fleiri sviðum og bjóða öðrum Evrópuþjóðum að vera með, og þeir hafa æ síðan lifað í sátt og samlyndi. Evrópa lifir nú mesta blómaskeið og friðar í sögu sinni. Evrópusambandið á mikinn þátt í því. @Megin-Ol Idag 8,3p :Evrópusamstarfið hvílir á þeirri lykilhugsun, að sum verkefni sérhvers samfélags séu þannig vaxin, að þau krefjist sameiginlegra lausna, þar eð staðbundnar lausnir íþyngi öðrum löndum að ósekju. Slík mál getum við kallað sammál til aðgreiningar frá sérmálum, sem hvert einstakt land getur leitt til lykta á eigin spýtur án þess að valda öðrum skaða. Náttúruauðlindir lúta sameiginlegri stjórn innan Evrópusambandsins (ESB) til að girða fyrir átök um yfirráð yfir þeim. Bretar og Spánverjar heyja engin innbyrðis þorskastríð, af því að útvegur þeirra lýtur sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB, sem er einmitt ætlað að stilla til friðar um fiskveiðar aðildarþjóðanna. Útvegsstefna ESB er að vísu meingölluð, en hugsunin að baki hennar er eigi að síður vel grunduð og skýr. Ætla mætti, að ástandið í Austurlöndum nær væri friðsælla, ef olíulindirnar þar lytu sameiginlegri stjórn að evrópskri fyrirmynd. Hefðu Írakar ráðizt inn í Íran 1980, ef olíulindir hefðu ekki verið í húfi? Varla. Innrásarliðið byrjaði einmitt á því að leggja undir sig olíuver. Stríðið stóð í átta ár og kostaði milljón mannslífa, og því lauk með þrátefli. Hefðu Bandaríkjamenn og fylgjendur þeirra ráðizt inn í Írak 2003, ef þar væri engin olía? Væri Sádi-Arabía eitt harðsvíraðasta einræðisríki heims, ef konungsfjölskyldan þar teldi sig ekki þurfa að verja eignarhald sitt á olíulindum landsins með tiltækum ráðum? Væri hatur múslímskra hryðjuverkamanna á konungsfjölskyldunni og bandamönnum hennar eins hyldjúpt og raun ber vitni um, ef engum olíuauði væri til að dreifa? Hvernig ætli Kaninn brygðist við, ef Texas með alla sína olíu segði sig úr lögum við Bandaríkin? Og hvernig ætli Englendingar tækju því, ef Skotar lýstu yfir sjálfstæði til að sitja einir að olíu Bretlands í Norðursjó? Þannig er hægt að færa sig land úr landi: munstrið er býsna skýrt. Hvaða sammál önnur hafa ESB-löndin kosið að afgreiða á sameiginlegum vettvangi? Þau eru einkum fjögur. Í fyrsta lagi lúta ESB-löndin sameiginlegri stjórn peningamála og hafa komið sér saman um eina mynt, evruna. Í þessu felst, að aðildarlöndin hafa orðið ásátt um að deila þessum anga fullveldis síns - til dæmis réttinum til að fella gengi eigin þjóðmyntar eða hækka vexti - með öðrum sambandsþjóðum. Aðildarlöndin hafa þannig afsalað sér rétti sínum til að prenta peninga og hleypa verðbólgu á skrið til að koma sér í mjúkinn hjá kjósendum fyrir kosningar, en ýmis brögð voru að slíkum atkvæðakaupum fyrir daga evrunnar. Í annan stað hafa ESB-löndin komið sér saman um sameiginlega stefnu í viðskiptamálum út á við. Þau leggja einn og sama toll á innflutning frá löndum utan ESB og hafa afsalað sér réttinum til meiri eða minni tollheimtu. Þetta var gert til að greiða fyrir millilandaviðskiptum, því að flest ESB-lönd þurftu að lækka tolla sína til að ná sameiginlegu marki Sambandsins. Í þriðja lagi hafa ESB-þjóðirnar sammælzt um sameiginlega stefnu í samkeppnismálum. Þessum þætti hefur verið gefinn minni gaumur en vert væri. Ætlanin hér er að skerða getu innlendra einokunar- og fákeppnisfyrirtækja til að okra á almenningi og skerða einnig getu stjórnvalda í hverju landi til að hygla sumum með beinni eða óbeinni ríkisaðstoð á kostnað annarra. Í fjórða lagi fylgja ESB-löndin sameiginlegri landbúnaðarstefnu, sem er að sönnu óhemjudýr, en hún leggur samt mun léttari byrðar á neytendur og skattgreiðendur en búverndarstefnan hér heima. Við þessi fjögur sammál bætist samræming ýmissa laga og reglna, svo sem Íslendingar hafa kynnzt með aðildinni að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Önnur mál en þessi lúta að mestu leyti staðbundinni stjórn í hverju landi fyrir sig. Mikið atvinnuleysi víða á meginlandi Evrópu er til að mynda ekki sök ESB, því að hvert aðildarland markar sér sjálfstæða stefnu í vinnumarkaðsmálum og ber því ábyrgð á atvinnuleysinu heima fyrir.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun