Búlgarska sinfóníuhljómsveitin í íslenskri bíómynd 14. desember 2006 09:30 Þorvaldur Bjarni fær sinfóníuhljómsveit Búlgaríu til að leika tónverkið sem samið er fyrir Astrópíu. „Ég er ennþá að, fer í nótt og er umvafinn nótnapappír í hljóðverinu," segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem er í óða önn að leggja lokhönd á tónverk sitt fyrir kvikmyndina Astrópíu. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu mun leika undir í myndinni. Þorvaldur segir það vissulega súrt í broti að geta ekki nýtt sér Sinfóníuhljómsveit Íslands en tækifærin séu einfaldlega ekki fyrir hendi og verðið sé of hátt. „Ég hef verið að ýta á menntamálaráðherrann að láta einhverjar vikur á ári fara í kvikmyndaiðnaðinn þannig að þeir geti nýtt sér krafta sveitarinnar fyrir kvikmyndatónlist sína," útskýrir Þorvaldur. „Enda er Sinfónían ríkistyrkt batterí," bætir hann við. „Ekki þar fyrir að Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu er einhver sú besta í heimi og verðmiðinn á henni er ekki hár," segir Þorvaldur og hlær. Kvikmyndin Astrópía fjallar um unga stúlku sem þarf óvænt að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar er sendur í steininn. Hún fær sér vinnu í nördabúð og þar taka hlutirnir óvænta stefnu. Með aðalhlutverkin fara þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Snorri Engilbertsson og Sverrir Þór Sverrisson en leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Tónlist leikur stórt hlutverk í ævintýramyndum á borð við Astrópíu og þarf vart annað en að líta til snilldarverka Howard Shore fyrir hinar geysivinsælu kvikmyndir um Hringadrottinssögu eftir Peter Jackson. Þorvaldur viðurkennir líka að ekki hefði verið hægt að fara útí slíkar tónsmíðar án þess að kynna sér verk Shore. „Ég hef líka verið að hlusta á Stravinski sem er mjög góður í að búa til dramatíska spennutónlist og skapa grafískan hljóðvegg," útskýrir Þorvaldur sem augljóslega hefur mikla ástríðu fyrir gerð þessarar tónlistar. Þorvaldur segir kvikmyndatónlist vera síður en svo auðvelda í smíðum, í reynd sé hún það erfiðasta sem tónskáld fást við hverju sinni. „Maður verður að hugsa um hvert hljóðfæri sem einstakling. Þetta er svona svipað eins og spinna köngulóarvef," segir Þorvaldur og í bakgrunni má heyra dramatíska tóna sem vafalítið fá að hljóma undir þegar ævintýrin banka uppá í kvikmyndinni. Astrópía. Ævintýrin banka uppá hjá ungri stúlku eftir að hún fer að vinna í nördabúð. . Leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Astrópíu og verður Þorvaldi Bjarna innan handar þegar þeir hefja störf við gerð tónlistarinar. . Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég er ennþá að, fer í nótt og er umvafinn nótnapappír í hljóðverinu," segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem er í óða önn að leggja lokhönd á tónverk sitt fyrir kvikmyndina Astrópíu. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu mun leika undir í myndinni. Þorvaldur segir það vissulega súrt í broti að geta ekki nýtt sér Sinfóníuhljómsveit Íslands en tækifærin séu einfaldlega ekki fyrir hendi og verðið sé of hátt. „Ég hef verið að ýta á menntamálaráðherrann að láta einhverjar vikur á ári fara í kvikmyndaiðnaðinn þannig að þeir geti nýtt sér krafta sveitarinnar fyrir kvikmyndatónlist sína," útskýrir Þorvaldur. „Enda er Sinfónían ríkistyrkt batterí," bætir hann við. „Ekki þar fyrir að Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu er einhver sú besta í heimi og verðmiðinn á henni er ekki hár," segir Þorvaldur og hlær. Kvikmyndin Astrópía fjallar um unga stúlku sem þarf óvænt að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar er sendur í steininn. Hún fær sér vinnu í nördabúð og þar taka hlutirnir óvænta stefnu. Með aðalhlutverkin fara þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Snorri Engilbertsson og Sverrir Þór Sverrisson en leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Tónlist leikur stórt hlutverk í ævintýramyndum á borð við Astrópíu og þarf vart annað en að líta til snilldarverka Howard Shore fyrir hinar geysivinsælu kvikmyndir um Hringadrottinssögu eftir Peter Jackson. Þorvaldur viðurkennir líka að ekki hefði verið hægt að fara útí slíkar tónsmíðar án þess að kynna sér verk Shore. „Ég hef líka verið að hlusta á Stravinski sem er mjög góður í að búa til dramatíska spennutónlist og skapa grafískan hljóðvegg," útskýrir Þorvaldur sem augljóslega hefur mikla ástríðu fyrir gerð þessarar tónlistar. Þorvaldur segir kvikmyndatónlist vera síður en svo auðvelda í smíðum, í reynd sé hún það erfiðasta sem tónskáld fást við hverju sinni. „Maður verður að hugsa um hvert hljóðfæri sem einstakling. Þetta er svona svipað eins og spinna köngulóarvef," segir Þorvaldur og í bakgrunni má heyra dramatíska tóna sem vafalítið fá að hljóma undir þegar ævintýrin banka uppá í kvikmyndinni. Astrópía. Ævintýrin banka uppá hjá ungri stúlku eftir að hún fer að vinna í nördabúð. . Leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Astrópíu og verður Þorvaldi Bjarna innan handar þegar þeir hefja störf við gerð tónlistarinar. .
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira