Hvað svo? 12. desember 2006 06:00 Í huga manna hefur Háskóli Íslands löngum tengst sjálfstæði og fullveldi landsins. Í byrjun síðustu aldar litu margir svo á að sýnileg menningarleg reisn væri forsenda þess að vænta mætti alþjóðlegrar viðurkenningar á stjórnskipulegum rétti fámennrar þjóðar sem gerði tilkall til að vera engum öðrum háð. Fátt horfir nú á annan veg við að þessu leyti. En heimurinn hefur eigi að síður breyst. Í byrjun þessarar aldar er flestum ljóst að vel sýnilegir þróttmiklir háskólar eru forsenda efnahagslegs sjálfstæðis og framfara þar sem sérhver frjáls þjóð er öðrum háð með nokkuð öðrum hætti en áður. Í þessu ljósi setti rektor Háskóla Íslands fram þá stefnu að koma skólanum í röð þeirra fremstu á alþjóðlega vísu. Stúdentaráð notaði fullveldisdaginn til þess að kalla eftir viðhorfum stjórnmálaflokkanna til þessara áforma. Þau báru vissulega vott um snoturt hjartalag. En hvað svo? Í raun réttri er varla unnt að gera kröfu til þess að stjórnmálaflokkarnir eigi við svo búið svör við því hvernig kosta á framkvæmd þessarar metnaðarfullu stefnu. Hitt veldur meiri áhyggjum að fátt bendir til þess að á þeim vettvangi sé í alvöru verið að skoða með hvaða hætti þetta megi gera. Talið er að Háskólinn þurfi um fimm milljarða króna í viðbótartekjur til þess að eiga möguleika á að gera þessi áform að veruleika. Það eru miklir fjármunir. Þeir fást ekki með töfralausnum. Hér þarf ákvarðanir þar sem gera þarf upp á milli margvíslegra hagsmuna. Ella gerist ekkert. Sum af þessum viðfangsefnum lúta að stjórnsýslu Háskólans sjálfs. Sú staðreynd breytir hins vegar ekki því að á herðum stjórnvalda hvílir hitinn og þunginn af því verkefni að varða veginn að niðurstöðu í fjármáladæminu. Það er pólitískt verkefni. Fjárlög fyrir næsta ár gefa ekki vísbendingu um að stjórnarflokkarnir gerir ráð fyrir miklu svigrúm á Þessu sviði. Fjárlagatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru kynntar sem fyrsti áfangi nýrrar stjórnarstefnu. Eftir að hafa skorið niður óverulegt framlag ríkissjóðs til efnahagslegs stöðugleika sýnist olnbogarými á þeim vængnum vera enn þrengra en ríkisstjórnar megin. Bæði utanríkisráðherra og formaður þingflokks Samfylkingarinnar hafa lýst nauðsyn þess að hafa hér virkar sýnilegar loftvarnir á friðartímum. Það verkefni mun kosta peninga. Hvort eiga loftvarnirnar eða Háskólinn að hafa forgang? Það er ein af mörgum pólitískum spurningum sem þarf að svara. Formaður menntamálanefndar Alþingis vakti réttilega athygli á því í umræðunni á fullveldisdaginn að skólagjöld yrðu að vera hluti af lausninni. Það er mikilvægt skref í rétta átt þegar tekið er á viðkvæmu deilumáli sem þessu af ábyrgð og án hiks. Þetta er eitt af pólitísku viðfangsefnunum. Á einhverju stigi þarf Háskólinn að taka afstöðu til þess. En fyrst þurfa stjórnvöld að sýna með trúverðugum hætti hvernig þau vilja leysa dæmið um tekjur Háskólans. Lítil von er til þess að við höldumst í hópi best settu þjóða heims ef við getum ekki þróað starf Háskólans á þann veg að jafna megi við það sem best er gert á því sviði. Eigi að tryggja fjárhagslegar stoðir þessa metnaðarfulla viðfangsefnis fyrir aldarafmæli skólans 2011 þarf pólitíkin að gefa fyllri svör fyrir upphaf næsta kjörtímabils um raunveruleika hins snotra hjartalags.Þorsteinn Pálsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Í huga manna hefur Háskóli Íslands löngum tengst sjálfstæði og fullveldi landsins. Í byrjun síðustu aldar litu margir svo á að sýnileg menningarleg reisn væri forsenda þess að vænta mætti alþjóðlegrar viðurkenningar á stjórnskipulegum rétti fámennrar þjóðar sem gerði tilkall til að vera engum öðrum háð. Fátt horfir nú á annan veg við að þessu leyti. En heimurinn hefur eigi að síður breyst. Í byrjun þessarar aldar er flestum ljóst að vel sýnilegir þróttmiklir háskólar eru forsenda efnahagslegs sjálfstæðis og framfara þar sem sérhver frjáls þjóð er öðrum háð með nokkuð öðrum hætti en áður. Í þessu ljósi setti rektor Háskóla Íslands fram þá stefnu að koma skólanum í röð þeirra fremstu á alþjóðlega vísu. Stúdentaráð notaði fullveldisdaginn til þess að kalla eftir viðhorfum stjórnmálaflokkanna til þessara áforma. Þau báru vissulega vott um snoturt hjartalag. En hvað svo? Í raun réttri er varla unnt að gera kröfu til þess að stjórnmálaflokkarnir eigi við svo búið svör við því hvernig kosta á framkvæmd þessarar metnaðarfullu stefnu. Hitt veldur meiri áhyggjum að fátt bendir til þess að á þeim vettvangi sé í alvöru verið að skoða með hvaða hætti þetta megi gera. Talið er að Háskólinn þurfi um fimm milljarða króna í viðbótartekjur til þess að eiga möguleika á að gera þessi áform að veruleika. Það eru miklir fjármunir. Þeir fást ekki með töfralausnum. Hér þarf ákvarðanir þar sem gera þarf upp á milli margvíslegra hagsmuna. Ella gerist ekkert. Sum af þessum viðfangsefnum lúta að stjórnsýslu Háskólans sjálfs. Sú staðreynd breytir hins vegar ekki því að á herðum stjórnvalda hvílir hitinn og þunginn af því verkefni að varða veginn að niðurstöðu í fjármáladæminu. Það er pólitískt verkefni. Fjárlög fyrir næsta ár gefa ekki vísbendingu um að stjórnarflokkarnir gerir ráð fyrir miklu svigrúm á Þessu sviði. Fjárlagatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru kynntar sem fyrsti áfangi nýrrar stjórnarstefnu. Eftir að hafa skorið niður óverulegt framlag ríkissjóðs til efnahagslegs stöðugleika sýnist olnbogarými á þeim vængnum vera enn þrengra en ríkisstjórnar megin. Bæði utanríkisráðherra og formaður þingflokks Samfylkingarinnar hafa lýst nauðsyn þess að hafa hér virkar sýnilegar loftvarnir á friðartímum. Það verkefni mun kosta peninga. Hvort eiga loftvarnirnar eða Háskólinn að hafa forgang? Það er ein af mörgum pólitískum spurningum sem þarf að svara. Formaður menntamálanefndar Alþingis vakti réttilega athygli á því í umræðunni á fullveldisdaginn að skólagjöld yrðu að vera hluti af lausninni. Það er mikilvægt skref í rétta átt þegar tekið er á viðkvæmu deilumáli sem þessu af ábyrgð og án hiks. Þetta er eitt af pólitísku viðfangsefnunum. Á einhverju stigi þarf Háskólinn að taka afstöðu til þess. En fyrst þurfa stjórnvöld að sýna með trúverðugum hætti hvernig þau vilja leysa dæmið um tekjur Háskólans. Lítil von er til þess að við höldumst í hópi best settu þjóða heims ef við getum ekki þróað starf Háskólans á þann veg að jafna megi við það sem best er gert á því sviði. Eigi að tryggja fjárhagslegar stoðir þessa metnaðarfulla viðfangsefnis fyrir aldarafmæli skólans 2011 þarf pólitíkin að gefa fyllri svör fyrir upphaf næsta kjörtímabils um raunveruleika hins snotra hjartalags.Þorsteinn Pálsson
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun