Lipurð eða þrákelkni 7. desember 2006 00:01 Alkunna er að á stjórnmálavettvangi tíðkast ólíkir starfshættir. Þeir geta sannarlega haft þýðingu. Fjármálaráðherra kynnti fyrir skömmu áform ríkisstjórnarinnar um lækkun virðisaukaskatts á áfengi og hækkun áfengisgjalds. Af ráðherrans hálfu var fullyrt að breytingar þessar ættu að vega hvor aðra upp. Tekjur ríkissjóðs áttu með öðrum orðum ekki að aukast og neytendur ekki að skaðast fjárhagslega. Allir sem til þekkja vita að útreikningar af þessu tagi geta verið snúnir. Hagsmunaðailar brugðu sínum eigin mælikvörðum á tillögu ráðherrans og komust að þeirri niðurstöðu að hún fæli í sér verulega hækkun á ríkissjóðstekjunum. Viðbrögð ráðherrans eru verð eftirtektar. Hann kom einfaldlega fram fyrir Alþingi og sagði sem var að mælingar sem þessar væru ekki einhlítar. Engin ástæða væri til þess að hleypa málum í bál og brand. Hitt væri mikilvægara að taka þann tíma sem þyrfti til þess að finna þá niðurstöðu sem sammælast mætti um að samræmdist markmiðinu. Menntamálaráðherrann hefur sem kunnugt er barist hart fyrir breytingum á Ríkisútvarpinu undir því yfirskini að ekki ætti að raska samkeppnisstöðu á markaði þessarar almannaþjónustu. Að því kemur svo að álit samkeppniseftirlitsins er birt. Þar er rökstutt að frumvarp ráðherrans feli í sér samkeppnismismunun og formlegar tillögur gerðar hvernig koma megi í veg fyrir hana. Viðbrögð menntamálaráðherrans eru hins vegar gagnstæð lipurð fjármálaráðherrans. Á röksemdirnar er blásið. Einu gildir þó að þær kippi stoðunum undan yfirlýstu markmiði um að raska ekki samkeppnisstöðunni. Fjármálaráðherrann sá ekki ástæðu að til að þverskallast með þeim afleiðingum að órói kynni að skapast um áfengissöluna. Sú starfsemi verður þó seint talin til þeirrar göfugustu sem ríkisvaldið hefur með höndum. Starfssemi Ríkisútvarpsins snýst hins vegar um mikilvægt menningarhlutverk og stendur býsna nærri hjarta flestra Íslendinga. Þegar þeir hagsmunir eru í húfi er sátt rofin á báða bóga. Þeim sem horfa á útvarp af sjónarhóli ríkisrekstrar er gefið langt nef. Hinir eru ekki virtir viðlits sem gæta vilja nokkurs jafnræðis í samkeppni um þann þátt almannaþjónustunnar, sem víðtæk samstaða er um að markaðurinn geti sinnt. Í þeim hópi er formaður menntamálnefndar Alþingis. Þegar hann talar fyrir málamiðlun er hann lítillækkaður og hendur hans bundnar. Ef eitthvað er að marka málflutning stjórnarandstöðuflokkanna má ætla að þeir hafi endaskipti á þessari löggjöf fái þeir til þess styrk. Reynslan sýnir einnig að ýmis álitamál verður oft og einatt að útkljá fyrir dómstólum þegar málefnalegum sjónarmiðum er vikið til hliðar við þinglega meðferð. Þessi ágæta ríkisstofnun gæti þar af leiðandi hafnað í margslungnu óvissuástandi af óþörfu. Allt vegna þrákelkni. Sköpum getur skipt hvernig á málum er haldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Alkunna er að á stjórnmálavettvangi tíðkast ólíkir starfshættir. Þeir geta sannarlega haft þýðingu. Fjármálaráðherra kynnti fyrir skömmu áform ríkisstjórnarinnar um lækkun virðisaukaskatts á áfengi og hækkun áfengisgjalds. Af ráðherrans hálfu var fullyrt að breytingar þessar ættu að vega hvor aðra upp. Tekjur ríkissjóðs áttu með öðrum orðum ekki að aukast og neytendur ekki að skaðast fjárhagslega. Allir sem til þekkja vita að útreikningar af þessu tagi geta verið snúnir. Hagsmunaðailar brugðu sínum eigin mælikvörðum á tillögu ráðherrans og komust að þeirri niðurstöðu að hún fæli í sér verulega hækkun á ríkissjóðstekjunum. Viðbrögð ráðherrans eru verð eftirtektar. Hann kom einfaldlega fram fyrir Alþingi og sagði sem var að mælingar sem þessar væru ekki einhlítar. Engin ástæða væri til þess að hleypa málum í bál og brand. Hitt væri mikilvægara að taka þann tíma sem þyrfti til þess að finna þá niðurstöðu sem sammælast mætti um að samræmdist markmiðinu. Menntamálaráðherrann hefur sem kunnugt er barist hart fyrir breytingum á Ríkisútvarpinu undir því yfirskini að ekki ætti að raska samkeppnisstöðu á markaði þessarar almannaþjónustu. Að því kemur svo að álit samkeppniseftirlitsins er birt. Þar er rökstutt að frumvarp ráðherrans feli í sér samkeppnismismunun og formlegar tillögur gerðar hvernig koma megi í veg fyrir hana. Viðbrögð menntamálaráðherrans eru hins vegar gagnstæð lipurð fjármálaráðherrans. Á röksemdirnar er blásið. Einu gildir þó að þær kippi stoðunum undan yfirlýstu markmiði um að raska ekki samkeppnisstöðunni. Fjármálaráðherrann sá ekki ástæðu að til að þverskallast með þeim afleiðingum að órói kynni að skapast um áfengissöluna. Sú starfsemi verður þó seint talin til þeirrar göfugustu sem ríkisvaldið hefur með höndum. Starfssemi Ríkisútvarpsins snýst hins vegar um mikilvægt menningarhlutverk og stendur býsna nærri hjarta flestra Íslendinga. Þegar þeir hagsmunir eru í húfi er sátt rofin á báða bóga. Þeim sem horfa á útvarp af sjónarhóli ríkisrekstrar er gefið langt nef. Hinir eru ekki virtir viðlits sem gæta vilja nokkurs jafnræðis í samkeppni um þann þátt almannaþjónustunnar, sem víðtæk samstaða er um að markaðurinn geti sinnt. Í þeim hópi er formaður menntamálnefndar Alþingis. Þegar hann talar fyrir málamiðlun er hann lítillækkaður og hendur hans bundnar. Ef eitthvað er að marka málflutning stjórnarandstöðuflokkanna má ætla að þeir hafi endaskipti á þessari löggjöf fái þeir til þess styrk. Reynslan sýnir einnig að ýmis álitamál verður oft og einatt að útkljá fyrir dómstólum þegar málefnalegum sjónarmiðum er vikið til hliðar við þinglega meðferð. Þessi ágæta ríkisstofnun gæti þar af leiðandi hafnað í margslungnu óvissuástandi af óþörfu. Allt vegna þrákelkni. Sköpum getur skipt hvernig á málum er haldið.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun