Fjóla smáborgari í sjónvarp 4. desember 2006 09:00 Vigdís Gunnarsdóttir leikstjóri „Það er sérstaklega skemmtilegt að vinna með öllum þessum hæfileikaríku og kláru konum.“ Smáborgarinn Fjóla er aðalpersóna sjónvarpsþáttar sem tökur hefjast á í dag. Fjóla er úr smiðju Ólafíu Hrannar Jónsdóttur leikkonu, en óvenjuhátt hlutfall kvenna er við stjórnvölinn við þáttagerðina. Fjóla er flestum Íslendingum að góðu kunn þar sem hún á sér sögu allt frá því í Áramótaskaupinu 1989, þegar Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona kom fyrst fram fyrir hennar hönd. „Það er skrýtið til þess að hugsa að við Fjóla höfum átt samleið svona lengi en ég hef líka gefið henni löng frí inn á milli, jafnvel í einhver ár. Engu að síður virðist fólk þekkja hana ákaflega vel og tekur meira en vel í að fá hana sem reglulegan gest heim í stofu, þannig að mér fannst alveg kominn tími á hana," segir Ólafía Hrönn. „Fjóla er líka alveg rosaleg kelling. Henni finnst hún tilheyra fína fólkinu en það er engu að síður pakk-púki í henni. Hún er líka þannig að ef hún kemst upp með að ota sínum tota á kostnað annara þá hikar hún aldrei og á sama tíma hugsar hún aðeins allt það versta um aðra." Persóna Fjólu er greinilega skýr í kollinum á Ólafíu Hrönn enda getur hún nánast rætt um hana eins og gamla vinkonu. „Það var alveg rosalega gaman að skrifa þetta og talsverð viðbrigði frá „sketsa" forminu. Munurinn felst í því að takast á við að mynda heildstæða sögu og þá verður hver persóna líka skýrari og sterkari fyrir vikið. Fyrir mér er Fjóla fyrst og fremst smáborgari og það af skemmtilegustu gerð svo ég vona bara að íslendingar fái að njóta sem flestra þátta með henni blessaðri." Tökurnar sem eru að hefjast í dag eru ekki alveg með hefðbundnum hætti þar sem um svokallaðan „Pilot" eða prufuþátt er að ræða. Vigdís Gunnarsdóttir leikstjóri bendir á að þetta sé í raun faglega leiðin að því að vinna svona gamanþætti þar sem vinnslan snýst um að taka einn prufuþátt til þess að sjá hvernig hlutirnir gera sig. En það er einnig óvenjulegt við verkefnið að óvenju margar konur koma að gerð þáttanna. „Það er sérstaklega skemmtilegt að vinna með öllum þessum hæfileikaríku og kláru konum. Að mínu mati er líka nauðsynlegt að konur séu að fá slík tækifæri í kvikmyndagerð," segir Vigdís og er greinilega ánægð með hvaða fólk kemur að verkinu. Handritið og Fjóla eru afsprengi Ólafíu Hrannar, Hera Ólafsdóttir er framleiðandi, Sigurbjörg Jónsdóttir klippir, Helga Stefánsdóttir er með búningana og Ragnhildur Gísladóttir verður með tónlistina. „Þröstur Leó og Kjartan Guðjónsson fá svo að vera strákarnir okkar á setti en þeir eru með lykilhlutverk í þáttunum." „Það er pakk-púki í Fjólu en hún er líka smáborgari af skemmtilegustu gerð,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. . Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Smáborgarinn Fjóla er aðalpersóna sjónvarpsþáttar sem tökur hefjast á í dag. Fjóla er úr smiðju Ólafíu Hrannar Jónsdóttur leikkonu, en óvenjuhátt hlutfall kvenna er við stjórnvölinn við þáttagerðina. Fjóla er flestum Íslendingum að góðu kunn þar sem hún á sér sögu allt frá því í Áramótaskaupinu 1989, þegar Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona kom fyrst fram fyrir hennar hönd. „Það er skrýtið til þess að hugsa að við Fjóla höfum átt samleið svona lengi en ég hef líka gefið henni löng frí inn á milli, jafnvel í einhver ár. Engu að síður virðist fólk þekkja hana ákaflega vel og tekur meira en vel í að fá hana sem reglulegan gest heim í stofu, þannig að mér fannst alveg kominn tími á hana," segir Ólafía Hrönn. „Fjóla er líka alveg rosaleg kelling. Henni finnst hún tilheyra fína fólkinu en það er engu að síður pakk-púki í henni. Hún er líka þannig að ef hún kemst upp með að ota sínum tota á kostnað annara þá hikar hún aldrei og á sama tíma hugsar hún aðeins allt það versta um aðra." Persóna Fjólu er greinilega skýr í kollinum á Ólafíu Hrönn enda getur hún nánast rætt um hana eins og gamla vinkonu. „Það var alveg rosalega gaman að skrifa þetta og talsverð viðbrigði frá „sketsa" forminu. Munurinn felst í því að takast á við að mynda heildstæða sögu og þá verður hver persóna líka skýrari og sterkari fyrir vikið. Fyrir mér er Fjóla fyrst og fremst smáborgari og það af skemmtilegustu gerð svo ég vona bara að íslendingar fái að njóta sem flestra þátta með henni blessaðri." Tökurnar sem eru að hefjast í dag eru ekki alveg með hefðbundnum hætti þar sem um svokallaðan „Pilot" eða prufuþátt er að ræða. Vigdís Gunnarsdóttir leikstjóri bendir á að þetta sé í raun faglega leiðin að því að vinna svona gamanþætti þar sem vinnslan snýst um að taka einn prufuþátt til þess að sjá hvernig hlutirnir gera sig. En það er einnig óvenjulegt við verkefnið að óvenju margar konur koma að gerð þáttanna. „Það er sérstaklega skemmtilegt að vinna með öllum þessum hæfileikaríku og kláru konum. Að mínu mati er líka nauðsynlegt að konur séu að fá slík tækifæri í kvikmyndagerð," segir Vigdís og er greinilega ánægð með hvaða fólk kemur að verkinu. Handritið og Fjóla eru afsprengi Ólafíu Hrannar, Hera Ólafsdóttir er framleiðandi, Sigurbjörg Jónsdóttir klippir, Helga Stefánsdóttir er með búningana og Ragnhildur Gísladóttir verður með tónlistina. „Þröstur Leó og Kjartan Guðjónsson fá svo að vera strákarnir okkar á setti en þeir eru með lykilhlutverk í þáttunum." „Það er pakk-púki í Fjólu en hún er líka smáborgari af skemmtilegustu gerð,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. .
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira