Forgjöf 3. desember 2006 06:00 samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka í þrjú kjörtímabil hefur verið farsælt. Það hefur leitt til framfara og bættra lífskjara. Með nokkrum sanni má segja að fyrir utan átökin um náttúruvernd hafi aðeins stuðningur við Íraksstríðið og svo stríð ríkisstjórnarflokkanna sjálfra gegn frjálsum fjölmiðlum reynst þeim alvarlega mótdrægt á svo löngum tíma. Það er í raun ríkur árangur. Náttúruverndarmálin eru dæmi um hefðbundinn pólitískan árekstur andstæðra hagsmuna. Aðferðafræðin viðvíkjandi stuðning við Íraksstríðið og hugsunin á bak við stríðið gegn frjálsum fjölmiðlum bentu á hinn bóginn til þess að þeir sem línur lögðu á sinni tíð hefðu í sterku ljóskasti valdanna orðið fyrir augnabliks blindu. Frumvarpið um Ríkisútvarpið ohf. eru einu leifarnar sem eftir eru af þeim gamla vanda stjórnarflokkanna. Athyglisvert er því að þeir hafa ákveðið að færa stjórnarandstöðunni þessar leifar sem eins konar forgjöf í komandi kosningabaráttu. Í manntafli lýsir forgjöf að sönnu stórmennsku. En stundum getur skákin teflst þannig að jafnvel snjöllustu menn hafa ekki nægjanlegt vald á stöðunni til þess að hafa efni á forgjöf. Það á einfaldlega eftir að koma í ljós hvort báðir stjórnarflokkarnir hafa pólitískan styrk til þessarar forgjafar. Kosningarnar skera úr því. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ákveðið að ræða myndun ríkisstjórnar fái þeir til þess nægjanlegt afl eftir kosningar. Fram til þessa hafa þeir helst náð samhljómi um eitt mál sem fengið hefur almennan hljómgrunn meðal fólksins. Það er útvarpsmálið. Ríkisstjórnin er í eðli sínu það sem kalla má hófsama borgaralega stjórn. Pólitíska þverstæðan sem hún býr til í Ríkisútvarpsmálinu felst í því að hafna varðstöðu um menningarlega öflugt opinbert útvarp þar sem jafnframt er virtur réttur markaðarins til þess að halda uppi almannaþjónustu á því sviði á heiðarlegum samkeppnisforsendum. Höfuðmarkmiðið með nýju Ríkisútvarpslögunum er að nota skattpeninga almennings til að koma hælkróki á þá aðila sem stunda sams konar almannaþjónustu á markaðsgrundvelli. Það minnir á gamaldags og úrelt sjónarmið í pólitík sem flestir vinstrimenn hafa kastað fyrir róða. Óhætt er að fullyrða að mikill meirihluti landsmanna vill hins vegar umhverfi þar sem bæði þessi form á almannaþjónustu í útvarpi og sjónvarpi fá að njóta sín. Ríkisstjórnin hefur nú gefið vinstriflokkunum tækifæri til þess að ganga til kosninga sem einu málsvarar hófsamra skynsemissjónarmiða á þessu sviði. Þeir geta nú hagnýtt sér það. Fylgishrun Framsóknarflokksins er helsta ástæðan fyrir því að litlar líkur eru á að stjórnarflokkarnir haldi velli. Formaður flokksins reyndi fyrir viku að opna dyr fyrir þá sem horfið hafa annað. Nú hefur hann ákveðið að loka þeim dyrum aftur með því að standa að Ríkisútvarpsfrumvarpinu efnislega óbreyttu. Engin önnur þingmál á þessum vetri hafa pólitískt gildi fyrir Framsóknarflokkinn í þeim tilgangi að kalla til baka þá sem hafa yfirgefið hann. Vegna veikrar stöðu Framsóknarflokksins er áræðni hans að nota þetta mál í forgjöf til stjórnarandstöðunnar því miklu meiri en Sjálfstæðisflokksins sem staðið hefur vel að vígi undangengið ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun
samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka í þrjú kjörtímabil hefur verið farsælt. Það hefur leitt til framfara og bættra lífskjara. Með nokkrum sanni má segja að fyrir utan átökin um náttúruvernd hafi aðeins stuðningur við Íraksstríðið og svo stríð ríkisstjórnarflokkanna sjálfra gegn frjálsum fjölmiðlum reynst þeim alvarlega mótdrægt á svo löngum tíma. Það er í raun ríkur árangur. Náttúruverndarmálin eru dæmi um hefðbundinn pólitískan árekstur andstæðra hagsmuna. Aðferðafræðin viðvíkjandi stuðning við Íraksstríðið og hugsunin á bak við stríðið gegn frjálsum fjölmiðlum bentu á hinn bóginn til þess að þeir sem línur lögðu á sinni tíð hefðu í sterku ljóskasti valdanna orðið fyrir augnabliks blindu. Frumvarpið um Ríkisútvarpið ohf. eru einu leifarnar sem eftir eru af þeim gamla vanda stjórnarflokkanna. Athyglisvert er því að þeir hafa ákveðið að færa stjórnarandstöðunni þessar leifar sem eins konar forgjöf í komandi kosningabaráttu. Í manntafli lýsir forgjöf að sönnu stórmennsku. En stundum getur skákin teflst þannig að jafnvel snjöllustu menn hafa ekki nægjanlegt vald á stöðunni til þess að hafa efni á forgjöf. Það á einfaldlega eftir að koma í ljós hvort báðir stjórnarflokkarnir hafa pólitískan styrk til þessarar forgjafar. Kosningarnar skera úr því. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ákveðið að ræða myndun ríkisstjórnar fái þeir til þess nægjanlegt afl eftir kosningar. Fram til þessa hafa þeir helst náð samhljómi um eitt mál sem fengið hefur almennan hljómgrunn meðal fólksins. Það er útvarpsmálið. Ríkisstjórnin er í eðli sínu það sem kalla má hófsama borgaralega stjórn. Pólitíska þverstæðan sem hún býr til í Ríkisútvarpsmálinu felst í því að hafna varðstöðu um menningarlega öflugt opinbert útvarp þar sem jafnframt er virtur réttur markaðarins til þess að halda uppi almannaþjónustu á því sviði á heiðarlegum samkeppnisforsendum. Höfuðmarkmiðið með nýju Ríkisútvarpslögunum er að nota skattpeninga almennings til að koma hælkróki á þá aðila sem stunda sams konar almannaþjónustu á markaðsgrundvelli. Það minnir á gamaldags og úrelt sjónarmið í pólitík sem flestir vinstrimenn hafa kastað fyrir róða. Óhætt er að fullyrða að mikill meirihluti landsmanna vill hins vegar umhverfi þar sem bæði þessi form á almannaþjónustu í útvarpi og sjónvarpi fá að njóta sín. Ríkisstjórnin hefur nú gefið vinstriflokkunum tækifæri til þess að ganga til kosninga sem einu málsvarar hófsamra skynsemissjónarmiða á þessu sviði. Þeir geta nú hagnýtt sér það. Fylgishrun Framsóknarflokksins er helsta ástæðan fyrir því að litlar líkur eru á að stjórnarflokkarnir haldi velli. Formaður flokksins reyndi fyrir viku að opna dyr fyrir þá sem horfið hafa annað. Nú hefur hann ákveðið að loka þeim dyrum aftur með því að standa að Ríkisútvarpsfrumvarpinu efnislega óbreyttu. Engin önnur þingmál á þessum vetri hafa pólitískt gildi fyrir Framsóknarflokkinn í þeim tilgangi að kalla til baka þá sem hafa yfirgefið hann. Vegna veikrar stöðu Framsóknarflokksins er áræðni hans að nota þetta mál í forgjöf til stjórnarandstöðunnar því miklu meiri en Sjálfstæðisflokksins sem staðið hefur vel að vígi undangengið ár.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun