Líkur á samruna flugfélaga 28. nóvember 2006 06:15 Forstjóri Air France-KLM segir flugfélagið eiga í viðræðum við ítalska ríkisflugfélagið Alitalia sem geti leitt til samruna flugfélaganna. MYND/AFP Jean-Cyril Spinetta, stjórnarformaður og forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France-KLM, greindi frá því í gær að flugfélagið ætti í viðræðum við ítalska ríkisflugfélagið Alitalia. Viðræðurnar geta leitt til samruna flugfélaganna en slíkt hefur verið á borðinu í langan tíma, að hans sögn. Spinetti sagði Alitalia hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en áréttaði jafnframt að af samruna flugfélaganna geti ekki orðið fyrr en Alitalia, sem hefur átt við viðvarandi hallarekstur að stríða, verði einkavætt og skuldastaða þess bætt verulega. Viðræðurnar eru ekki nýjar af nálinni enda kom til greina að flugfélögin sameinuðust þegar Air France tók yfir rekstur hollenska flugfélagsins fyrir þremur árum. Þá er krosseignarhald þeirra á milli en franska flugfélagið á tveggja prósenta hlut í Alitalia auk þess sem ítalska flugfélagið á jafn stóran hlut í Air France-KLM. Air France KLM skilaði 568 milljóna evra eða rúmlega 53 milljarða króna hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í enda september. Um methagnað er að ræða. Gengi hlutabréfa í Air France-KLM féll um rúm 7 prósent í kjölfar ummæla Spinetta í gær. Fréttir af flugi Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jean-Cyril Spinetta, stjórnarformaður og forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France-KLM, greindi frá því í gær að flugfélagið ætti í viðræðum við ítalska ríkisflugfélagið Alitalia. Viðræðurnar geta leitt til samruna flugfélaganna en slíkt hefur verið á borðinu í langan tíma, að hans sögn. Spinetti sagði Alitalia hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en áréttaði jafnframt að af samruna flugfélaganna geti ekki orðið fyrr en Alitalia, sem hefur átt við viðvarandi hallarekstur að stríða, verði einkavætt og skuldastaða þess bætt verulega. Viðræðurnar eru ekki nýjar af nálinni enda kom til greina að flugfélögin sameinuðust þegar Air France tók yfir rekstur hollenska flugfélagsins fyrir þremur árum. Þá er krosseignarhald þeirra á milli en franska flugfélagið á tveggja prósenta hlut í Alitalia auk þess sem ítalska flugfélagið á jafn stóran hlut í Air France-KLM. Air France KLM skilaði 568 milljóna evra eða rúmlega 53 milljarða króna hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í enda september. Um methagnað er að ræða. Gengi hlutabréfa í Air France-KLM féll um rúm 7 prósent í kjölfar ummæla Spinetta í gær.
Fréttir af flugi Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira