Raunsæi 17. nóvember 2006 00:01 Þegar rætt er um stöðu Íslands á meðal þjóðanna í nafni lýðveldisins gerist það endrum og sinnum að upphafningin er svo mikil að hún getur allt eins vakið brosviprur sem virðingu. Stefnuræða utanríkisráðherra á Alþingi í gær var hins vegar laus við þetta. Ræðan hafði ekki að geyma nein afgerandi nýmæli. En hún fól í sér mjög svo raunhæfa lýsingu á stöðu Íslands og markmiðum í alþjóðasamfélaginu. Að því leyti var hún svolítið í þeim anda sem Bjarni Benediktsson lýsti í síðustu ritgerð sinni. Þar sagði hann að áhrif smáþjóða stæðu í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðherra lýsti þeirri skoðun að utanríkisstefnan yrði á næstu árum að taka mið af þeim breytingum sem eru að gerast á norðurslóðum. Opnun nýrra siglingaleiða getur auðveldlega haft áhrif á öryggisstöðu Íslands. Stefnuna í utanríkis- og öryggismálum þarf því að móta með hliðsjón af slíkri þróun. Dómsmálaráðherra hafði fyrir skömmu frumkvæði að ráðstefnu sérfræðinga um margvíslegt öryggissamstarf þjóða við Norður-Atlantshafið. Það framtak og sú lína sem utanríkisráðherra hefur nú lagt varðandi þetta viðfangsefni eru til marks um að skynsamlegt og raunsætt mat á framtíðarþróun mála í næsta umhverfi okkar ráði nýjum viðfangsefnum og áherslum. Þá vék utanríkisráðherra að mikilvægi þess að skoða hvernig styrkja megi samstarf okkar við Evrópusambandið í utanríkis- og öryggismálum. Þetta er skynsamleg afstaða. Spurning er hins vegar hvernig hún rímar við þá yfirlýsingu formanns Framsóknarflokksins að skjóta eigi öllum umræðum um nánara samstarf við Evrópusambandið fram yfir árið 2010. Þótt varnarsamningurinn við Bandaríkin hafi verið framlengdur er eðlilegt að við brotthvarf varnarliðsins verði hugað að nánara samstarfi við Evrópuþjóðir, ekki síst Noreg og Danmörku, um ýmis verkefni á sviði öryggismála. Í þeim efnum gerist ekkert eins og hendi sé veifað. En ræða ráðherra bendir til að ríkisstjórnin hafi metið þær aðstæður réttilega. Hitt er annað að í ræðu ráðherra vantaði nokkuð sem ekki verður dregið öllu lengur að segja upphátt: Allt samstarf af því tagi mun kosta peninga. Það mun kalla á val milli aðgerða á þessu sviði og annarra viðfangsefna ríkisvaldsins. Stundum tala menn eins og slíkt samstarf geti verið okkur að kostnaðarlausu. Það er óhollt að láta umræðuna þróast á slíkum misskilningi. Vægi bæði Norðurlandaráðs og Atlantshafsbandalagsins er ekki það sama og áður. Virða verður að utanríkisráðherra á ekki hægt um vik eins og sakir standa að leggja mat á breytta pólitíska stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu í því ljósi. En vissulega hefði það bætt ræðuna ef slíkt mat hefði komið fram. Að sama skapi er athyglisvert að í umræðunum um skýrslu utanríkisráðherra hélt formaður Samfylkingarinnar sérstöðu flokksins varðandi Evrópusambandið mjög til hlés. Það bendir til að sú spurning verði ekki átakamál í komandi kosningum. Varðandi utanríkisviðskiptamálin greindi utanríkisráðherra frá því að viðræður væru hafnar við Evrópusambandið um frekari gagnkvæmni vegna áforma um að lækka tolla á búvörur. Mikilvægt er að hagnýta slík áform til að knýja á um réttindi fyrir Ísland að sama skapi. Þessari stefnuyfirlýsingu utanríkisráðherra er þar af leiðandi vel tekið. Þorsteinn Pálsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun
Þegar rætt er um stöðu Íslands á meðal þjóðanna í nafni lýðveldisins gerist það endrum og sinnum að upphafningin er svo mikil að hún getur allt eins vakið brosviprur sem virðingu. Stefnuræða utanríkisráðherra á Alþingi í gær var hins vegar laus við þetta. Ræðan hafði ekki að geyma nein afgerandi nýmæli. En hún fól í sér mjög svo raunhæfa lýsingu á stöðu Íslands og markmiðum í alþjóðasamfélaginu. Að því leyti var hún svolítið í þeim anda sem Bjarni Benediktsson lýsti í síðustu ritgerð sinni. Þar sagði hann að áhrif smáþjóða stæðu í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðherra lýsti þeirri skoðun að utanríkisstefnan yrði á næstu árum að taka mið af þeim breytingum sem eru að gerast á norðurslóðum. Opnun nýrra siglingaleiða getur auðveldlega haft áhrif á öryggisstöðu Íslands. Stefnuna í utanríkis- og öryggismálum þarf því að móta með hliðsjón af slíkri þróun. Dómsmálaráðherra hafði fyrir skömmu frumkvæði að ráðstefnu sérfræðinga um margvíslegt öryggissamstarf þjóða við Norður-Atlantshafið. Það framtak og sú lína sem utanríkisráðherra hefur nú lagt varðandi þetta viðfangsefni eru til marks um að skynsamlegt og raunsætt mat á framtíðarþróun mála í næsta umhverfi okkar ráði nýjum viðfangsefnum og áherslum. Þá vék utanríkisráðherra að mikilvægi þess að skoða hvernig styrkja megi samstarf okkar við Evrópusambandið í utanríkis- og öryggismálum. Þetta er skynsamleg afstaða. Spurning er hins vegar hvernig hún rímar við þá yfirlýsingu formanns Framsóknarflokksins að skjóta eigi öllum umræðum um nánara samstarf við Evrópusambandið fram yfir árið 2010. Þótt varnarsamningurinn við Bandaríkin hafi verið framlengdur er eðlilegt að við brotthvarf varnarliðsins verði hugað að nánara samstarfi við Evrópuþjóðir, ekki síst Noreg og Danmörku, um ýmis verkefni á sviði öryggismála. Í þeim efnum gerist ekkert eins og hendi sé veifað. En ræða ráðherra bendir til að ríkisstjórnin hafi metið þær aðstæður réttilega. Hitt er annað að í ræðu ráðherra vantaði nokkuð sem ekki verður dregið öllu lengur að segja upphátt: Allt samstarf af því tagi mun kosta peninga. Það mun kalla á val milli aðgerða á þessu sviði og annarra viðfangsefna ríkisvaldsins. Stundum tala menn eins og slíkt samstarf geti verið okkur að kostnaðarlausu. Það er óhollt að láta umræðuna þróast á slíkum misskilningi. Vægi bæði Norðurlandaráðs og Atlantshafsbandalagsins er ekki það sama og áður. Virða verður að utanríkisráðherra á ekki hægt um vik eins og sakir standa að leggja mat á breytta pólitíska stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu í því ljósi. En vissulega hefði það bætt ræðuna ef slíkt mat hefði komið fram. Að sama skapi er athyglisvert að í umræðunum um skýrslu utanríkisráðherra hélt formaður Samfylkingarinnar sérstöðu flokksins varðandi Evrópusambandið mjög til hlés. Það bendir til að sú spurning verði ekki átakamál í komandi kosningum. Varðandi utanríkisviðskiptamálin greindi utanríkisráðherra frá því að viðræður væru hafnar við Evrópusambandið um frekari gagnkvæmni vegna áforma um að lækka tolla á búvörur. Mikilvægt er að hagnýta slík áform til að knýja á um réttindi fyrir Ísland að sama skapi. Þessari stefnuyfirlýsingu utanríkisráðherra er þar af leiðandi vel tekið. Þorsteinn Pálsson