Raunsæi 17. nóvember 2006 00:01 Þegar rætt er um stöðu Íslands á meðal þjóðanna í nafni lýðveldisins gerist það endrum og sinnum að upphafningin er svo mikil að hún getur allt eins vakið brosviprur sem virðingu. Stefnuræða utanríkisráðherra á Alþingi í gær var hins vegar laus við þetta. Ræðan hafði ekki að geyma nein afgerandi nýmæli. En hún fól í sér mjög svo raunhæfa lýsingu á stöðu Íslands og markmiðum í alþjóðasamfélaginu. Að því leyti var hún svolítið í þeim anda sem Bjarni Benediktsson lýsti í síðustu ritgerð sinni. Þar sagði hann að áhrif smáþjóða stæðu í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðherra lýsti þeirri skoðun að utanríkisstefnan yrði á næstu árum að taka mið af þeim breytingum sem eru að gerast á norðurslóðum. Opnun nýrra siglingaleiða getur auðveldlega haft áhrif á öryggisstöðu Íslands. Stefnuna í utanríkis- og öryggismálum þarf því að móta með hliðsjón af slíkri þróun. Dómsmálaráðherra hafði fyrir skömmu frumkvæði að ráðstefnu sérfræðinga um margvíslegt öryggissamstarf þjóða við Norður-Atlantshafið. Það framtak og sú lína sem utanríkisráðherra hefur nú lagt varðandi þetta viðfangsefni eru til marks um að skynsamlegt og raunsætt mat á framtíðarþróun mála í næsta umhverfi okkar ráði nýjum viðfangsefnum og áherslum. Þá vék utanríkisráðherra að mikilvægi þess að skoða hvernig styrkja megi samstarf okkar við Evrópusambandið í utanríkis- og öryggismálum. Þetta er skynsamleg afstaða. Spurning er hins vegar hvernig hún rímar við þá yfirlýsingu formanns Framsóknarflokksins að skjóta eigi öllum umræðum um nánara samstarf við Evrópusambandið fram yfir árið 2010. Þótt varnarsamningurinn við Bandaríkin hafi verið framlengdur er eðlilegt að við brotthvarf varnarliðsins verði hugað að nánara samstarfi við Evrópuþjóðir, ekki síst Noreg og Danmörku, um ýmis verkefni á sviði öryggismála. Í þeim efnum gerist ekkert eins og hendi sé veifað. En ræða ráðherra bendir til að ríkisstjórnin hafi metið þær aðstæður réttilega. Hitt er annað að í ræðu ráðherra vantaði nokkuð sem ekki verður dregið öllu lengur að segja upphátt: Allt samstarf af því tagi mun kosta peninga. Það mun kalla á val milli aðgerða á þessu sviði og annarra viðfangsefna ríkisvaldsins. Stundum tala menn eins og slíkt samstarf geti verið okkur að kostnaðarlausu. Það er óhollt að láta umræðuna þróast á slíkum misskilningi. Vægi bæði Norðurlandaráðs og Atlantshafsbandalagsins er ekki það sama og áður. Virða verður að utanríkisráðherra á ekki hægt um vik eins og sakir standa að leggja mat á breytta pólitíska stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu í því ljósi. En vissulega hefði það bætt ræðuna ef slíkt mat hefði komið fram. Að sama skapi er athyglisvert að í umræðunum um skýrslu utanríkisráðherra hélt formaður Samfylkingarinnar sérstöðu flokksins varðandi Evrópusambandið mjög til hlés. Það bendir til að sú spurning verði ekki átakamál í komandi kosningum. Varðandi utanríkisviðskiptamálin greindi utanríkisráðherra frá því að viðræður væru hafnar við Evrópusambandið um frekari gagnkvæmni vegna áforma um að lækka tolla á búvörur. Mikilvægt er að hagnýta slík áform til að knýja á um réttindi fyrir Ísland að sama skapi. Þessari stefnuyfirlýsingu utanríkisráðherra er þar af leiðandi vel tekið. Þorsteinn Pálsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Þegar rætt er um stöðu Íslands á meðal þjóðanna í nafni lýðveldisins gerist það endrum og sinnum að upphafningin er svo mikil að hún getur allt eins vakið brosviprur sem virðingu. Stefnuræða utanríkisráðherra á Alþingi í gær var hins vegar laus við þetta. Ræðan hafði ekki að geyma nein afgerandi nýmæli. En hún fól í sér mjög svo raunhæfa lýsingu á stöðu Íslands og markmiðum í alþjóðasamfélaginu. Að því leyti var hún svolítið í þeim anda sem Bjarni Benediktsson lýsti í síðustu ritgerð sinni. Þar sagði hann að áhrif smáþjóða stæðu í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðherra lýsti þeirri skoðun að utanríkisstefnan yrði á næstu árum að taka mið af þeim breytingum sem eru að gerast á norðurslóðum. Opnun nýrra siglingaleiða getur auðveldlega haft áhrif á öryggisstöðu Íslands. Stefnuna í utanríkis- og öryggismálum þarf því að móta með hliðsjón af slíkri þróun. Dómsmálaráðherra hafði fyrir skömmu frumkvæði að ráðstefnu sérfræðinga um margvíslegt öryggissamstarf þjóða við Norður-Atlantshafið. Það framtak og sú lína sem utanríkisráðherra hefur nú lagt varðandi þetta viðfangsefni eru til marks um að skynsamlegt og raunsætt mat á framtíðarþróun mála í næsta umhverfi okkar ráði nýjum viðfangsefnum og áherslum. Þá vék utanríkisráðherra að mikilvægi þess að skoða hvernig styrkja megi samstarf okkar við Evrópusambandið í utanríkis- og öryggismálum. Þetta er skynsamleg afstaða. Spurning er hins vegar hvernig hún rímar við þá yfirlýsingu formanns Framsóknarflokksins að skjóta eigi öllum umræðum um nánara samstarf við Evrópusambandið fram yfir árið 2010. Þótt varnarsamningurinn við Bandaríkin hafi verið framlengdur er eðlilegt að við brotthvarf varnarliðsins verði hugað að nánara samstarfi við Evrópuþjóðir, ekki síst Noreg og Danmörku, um ýmis verkefni á sviði öryggismála. Í þeim efnum gerist ekkert eins og hendi sé veifað. En ræða ráðherra bendir til að ríkisstjórnin hafi metið þær aðstæður réttilega. Hitt er annað að í ræðu ráðherra vantaði nokkuð sem ekki verður dregið öllu lengur að segja upphátt: Allt samstarf af því tagi mun kosta peninga. Það mun kalla á val milli aðgerða á þessu sviði og annarra viðfangsefna ríkisvaldsins. Stundum tala menn eins og slíkt samstarf geti verið okkur að kostnaðarlausu. Það er óhollt að láta umræðuna þróast á slíkum misskilningi. Vægi bæði Norðurlandaráðs og Atlantshafsbandalagsins er ekki það sama og áður. Virða verður að utanríkisráðherra á ekki hægt um vik eins og sakir standa að leggja mat á breytta pólitíska stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu í því ljósi. En vissulega hefði það bætt ræðuna ef slíkt mat hefði komið fram. Að sama skapi er athyglisvert að í umræðunum um skýrslu utanríkisráðherra hélt formaður Samfylkingarinnar sérstöðu flokksins varðandi Evrópusambandið mjög til hlés. Það bendir til að sú spurning verði ekki átakamál í komandi kosningum. Varðandi utanríkisviðskiptamálin greindi utanríkisráðherra frá því að viðræður væru hafnar við Evrópusambandið um frekari gagnkvæmni vegna áforma um að lækka tolla á búvörur. Mikilvægt er að hagnýta slík áform til að knýja á um réttindi fyrir Ísland að sama skapi. Þessari stefnuyfirlýsingu utanríkisráðherra er þar af leiðandi vel tekið. Þorsteinn Pálsson
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun