Þrumufleygurinn Craig 17. nóvember 2006 00:01 Breskir gagnrýnendur kalla Casino Royale Bond Begins og það er síður en svo galið og segir margt um þessa tuttugustu og fyrstu mynd um James Bond. Myndin er gerð eftir fyrstu skáldsögu Ians Flemming um Bond og hverfur því aftur til upphafsins og fjallar um fyrsta verkefni hans hjá bresku leyniþjónustunni sem 007. Þar fyrir utan vísar uppnefnið beint í Batman Begins en sú mynd reif Leðurblökumanninn upp úr lægð og gerði hann aftur að ofurhetju sem mark er takandi á. Casino Royale gerir nákvæmlega það sama fyrir Bond, sem stendur nú aftur traustum fótum sem harðasti erkitöffari afþreyingarmenningarinnar eftir nokkur mögur ár. Pierce Brosnan fór bratt af stað í Goldeneye árið 1995 en tvær síðustu myndir hans runnu út í dellu með þeim afleiðingum að James Bond var orðinn að hálfgerðum kettlingi í samanburði við nýja jaxla sem gengu vasklegar og af meiri ruddaskap fram í baráttu sinni við illþýði. Það var því tímabært að skipta um mann og allar efasemdir harðra Bond aðdáenda um að Daniel Craig væri rétti maðurinn í hlutverkið hljóta að þagna um leið og fólk sér myndina þar sem hér er einfaldlega komin besta Bond-myndin frá upphafi. Craig ruslar þessu upp með miklum glæsibrag og klofar auðveldlega yfir George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton og Pierce Brosnan og stillir sér upp við hlið Seans Connery. Alvöru Bondarnir eru nú orðnir tveir. Þar fyrir utan tekur hann nýja töffara á borð Jack Bauer og Jason Bourne eins og kettlinga og pakkar þeim saman með slíkum ósköpum að enginn þarf að efast um að öflugasti útvörður hins frjálsa heims í stríði við alþjóðlegan hryðjuverkaskríl er fulltrúi bresku krúnunnar. Það er ekki nóg með að það sé skipt um mann í aðalhlutverkinu heldur tekur myndabálkurinn algera stefnubreytingu með Casino Royale. Öll bulli og fíflagangi er hent út og Bond hefur aldrei verið jarðbundnari. Slagsmála- og áhættuatriði eru óvenju sannfærandi og harkaleg, afleiðingar ofbeldisins áþreifanlegar og Bond kemur fram sem tilfinningavera sem þjáist bæði á líkama og sál. Handritið er einnig miklu betra en Bond-aðdáendur eiga að venjast og nokkur mikilvæg lykilatriði úr skáldsögunni fá að halda sér og renna styrkum stoðum undir þennan nýja Bond sem rís eins og klettur upp af gömlum grunni. Sagan er bæði spennandi og áhugaverð og þó nokkrum tíma sé eytt yfir pókerspili rígheldur myndin dampi og spennan er keyrð upp yfir spilunum ef eitthvað er. Samtöl persónanna eru á köflum stórskemmtileg og tilsvörin eiga mörg hver eftir að komast í annála enda hefur húmorinn aldrei verið kaldari og Craig skilar textanum með hárbeittum töffaraskap. Þessi nýi Bond fer fram úr björtustu vonum og ekki spillir fyrir að hörkuleikarar styðja vel við bakið á honum. Judi Dench er sem fyrr frábær senuþjófur í hlutverki yfirboðarns M og Mads Mikkelsen skilar fyrirtaks skúrki sem er mannlegri og hættulegri en margur forverinn. Þórarinn Þórarinsson Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Breskir gagnrýnendur kalla Casino Royale Bond Begins og það er síður en svo galið og segir margt um þessa tuttugustu og fyrstu mynd um James Bond. Myndin er gerð eftir fyrstu skáldsögu Ians Flemming um Bond og hverfur því aftur til upphafsins og fjallar um fyrsta verkefni hans hjá bresku leyniþjónustunni sem 007. Þar fyrir utan vísar uppnefnið beint í Batman Begins en sú mynd reif Leðurblökumanninn upp úr lægð og gerði hann aftur að ofurhetju sem mark er takandi á. Casino Royale gerir nákvæmlega það sama fyrir Bond, sem stendur nú aftur traustum fótum sem harðasti erkitöffari afþreyingarmenningarinnar eftir nokkur mögur ár. Pierce Brosnan fór bratt af stað í Goldeneye árið 1995 en tvær síðustu myndir hans runnu út í dellu með þeim afleiðingum að James Bond var orðinn að hálfgerðum kettlingi í samanburði við nýja jaxla sem gengu vasklegar og af meiri ruddaskap fram í baráttu sinni við illþýði. Það var því tímabært að skipta um mann og allar efasemdir harðra Bond aðdáenda um að Daniel Craig væri rétti maðurinn í hlutverkið hljóta að þagna um leið og fólk sér myndina þar sem hér er einfaldlega komin besta Bond-myndin frá upphafi. Craig ruslar þessu upp með miklum glæsibrag og klofar auðveldlega yfir George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton og Pierce Brosnan og stillir sér upp við hlið Seans Connery. Alvöru Bondarnir eru nú orðnir tveir. Þar fyrir utan tekur hann nýja töffara á borð Jack Bauer og Jason Bourne eins og kettlinga og pakkar þeim saman með slíkum ósköpum að enginn þarf að efast um að öflugasti útvörður hins frjálsa heims í stríði við alþjóðlegan hryðjuverkaskríl er fulltrúi bresku krúnunnar. Það er ekki nóg með að það sé skipt um mann í aðalhlutverkinu heldur tekur myndabálkurinn algera stefnubreytingu með Casino Royale. Öll bulli og fíflagangi er hent út og Bond hefur aldrei verið jarðbundnari. Slagsmála- og áhættuatriði eru óvenju sannfærandi og harkaleg, afleiðingar ofbeldisins áþreifanlegar og Bond kemur fram sem tilfinningavera sem þjáist bæði á líkama og sál. Handritið er einnig miklu betra en Bond-aðdáendur eiga að venjast og nokkur mikilvæg lykilatriði úr skáldsögunni fá að halda sér og renna styrkum stoðum undir þennan nýja Bond sem rís eins og klettur upp af gömlum grunni. Sagan er bæði spennandi og áhugaverð og þó nokkrum tíma sé eytt yfir pókerspili rígheldur myndin dampi og spennan er keyrð upp yfir spilunum ef eitthvað er. Samtöl persónanna eru á köflum stórskemmtileg og tilsvörin eiga mörg hver eftir að komast í annála enda hefur húmorinn aldrei verið kaldari og Craig skilar textanum með hárbeittum töffaraskap. Þessi nýi Bond fer fram úr björtustu vonum og ekki spillir fyrir að hörkuleikarar styðja vel við bakið á honum. Judi Dench er sem fyrr frábær senuþjófur í hlutverki yfirboðarns M og Mads Mikkelsen skilar fyrirtaks skúrki sem er mannlegri og hættulegri en margur forverinn. Þórarinn Þórarinsson
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira