Þrautagöngu Birgis loksins lokið 17. nóvember 2006 13:30 Mynd/Eiríkur Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hann með góðri frammistöðu á lokahring úrtökumótsins fyrir næsta keppnistímabil er hann lék á besta skori dagsins, 69 höggum, og hafnaði í 24.-29. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir fá þátttökurétt á að minnsta kosti 20 mótum Evrópumótaraðarinnar næsta sumar. Hann lék hringina sex á samtals einu höggi undir pari. Í gær byrjaði hann ágætlega, fékk fugl á 12. holu en hann hóf leik á þeirri 10. Á fjórtándu kom svo áfallið er hann fékk skramba og var útlitið orðið ansi dökkt þá. En hann fékk þá fjóra fugla á næstu níu holum og kom sér í góð mál. Á 6. holu, þeirri fjórðu síðustu, fékk hann svo skolla og var þá í þeirri stöðu að vera einu höggi frá þeim þrjátíu efstu. Fuglinn sem kom þá á næstu braut, þeirri sjöundu, fleytti honum aftur í hóp efstu manna og hélt hann haus síðustu tvær holurnar og hafnaði sem fyrr segir í 24.-29. sæti. „Mér líður auðvitað æðislega vel," sagði Birgir við Fréttablaðið í gær. „Það gekk svo vel í dag og ég er bara enn að átta mig á þessu. Þetta er nú orðinn áratugur og ótrúlegt að þetta sé loksins komið." Sem fyrr segir lék Birgir á besta skori dagsins í gær, 69 höggum. „Já, þú segir nokkuð. Ég vissi reyndar það ekki en maður fær mikið „kikk" úr því. Það er gott að eiga síðasta hringinn bestan þegar mest á reynir, sérstaklega í hópi allra þessara góðu kylfinga," sagði Birgir, kampakátur með þennan frábæra árangur. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu, til að mynda tveir sem hafa keppt fyrir hönd Evrópuliðsins í Ryder Cup-keppninni. Um er að ræða Peter Baker frá Englandi og Írann Philip Walton. Þá keppti þjóðverjinn Alex Celjka einnig á mótinu en hann vann hið virta mót Volvo Masters í Andalúsíu árið 1995. Sá síðastnefndi komst áfram, lenti í 17. sæti, en hinir tveir sátu eftir. Miklar sviptingar voru lokakeppnisdaginn. Fimm kylfingum tókst að vinna sig upp í hóp efstu 30, meðal þeirra Birgir Leifur, og því jafn margir sem duttu úr hópnum. Einn þeirra er Englendingurinn Matthew King sem var í 10. sæti þegar keppni hófst í gær en lék á ellefu höggum yfir pari á lokahringnum. Hann hafnaði í 53.-55. sæti. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hann með góðri frammistöðu á lokahring úrtökumótsins fyrir næsta keppnistímabil er hann lék á besta skori dagsins, 69 höggum, og hafnaði í 24.-29. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir fá þátttökurétt á að minnsta kosti 20 mótum Evrópumótaraðarinnar næsta sumar. Hann lék hringina sex á samtals einu höggi undir pari. Í gær byrjaði hann ágætlega, fékk fugl á 12. holu en hann hóf leik á þeirri 10. Á fjórtándu kom svo áfallið er hann fékk skramba og var útlitið orðið ansi dökkt þá. En hann fékk þá fjóra fugla á næstu níu holum og kom sér í góð mál. Á 6. holu, þeirri fjórðu síðustu, fékk hann svo skolla og var þá í þeirri stöðu að vera einu höggi frá þeim þrjátíu efstu. Fuglinn sem kom þá á næstu braut, þeirri sjöundu, fleytti honum aftur í hóp efstu manna og hélt hann haus síðustu tvær holurnar og hafnaði sem fyrr segir í 24.-29. sæti. „Mér líður auðvitað æðislega vel," sagði Birgir við Fréttablaðið í gær. „Það gekk svo vel í dag og ég er bara enn að átta mig á þessu. Þetta er nú orðinn áratugur og ótrúlegt að þetta sé loksins komið." Sem fyrr segir lék Birgir á besta skori dagsins í gær, 69 höggum. „Já, þú segir nokkuð. Ég vissi reyndar það ekki en maður fær mikið „kikk" úr því. Það er gott að eiga síðasta hringinn bestan þegar mest á reynir, sérstaklega í hópi allra þessara góðu kylfinga," sagði Birgir, kampakátur með þennan frábæra árangur. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu, til að mynda tveir sem hafa keppt fyrir hönd Evrópuliðsins í Ryder Cup-keppninni. Um er að ræða Peter Baker frá Englandi og Írann Philip Walton. Þá keppti þjóðverjinn Alex Celjka einnig á mótinu en hann vann hið virta mót Volvo Masters í Andalúsíu árið 1995. Sá síðastnefndi komst áfram, lenti í 17. sæti, en hinir tveir sátu eftir. Miklar sviptingar voru lokakeppnisdaginn. Fimm kylfingum tókst að vinna sig upp í hóp efstu 30, meðal þeirra Birgir Leifur, og því jafn margir sem duttu úr hópnum. Einn þeirra er Englendingurinn Matthew King sem var í 10. sæti þegar keppni hófst í gær en lék á ellefu höggum yfir pari á lokahringnum. Hann hafnaði í 53.-55. sæti. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti