Aeroflot kaupir ekki Boeing-vélar 15. nóvember 2006 08:15 Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. Að sögn Valery Okulov, forstjóra Aeroflot, fékkst ekki fjárveiting frá stjórnvöldum vegna kaupanna og rann samningurinn því út í sandinn. Stjórnmálaskýrendur geta sér þess til að viðræður á milli Aeroflot og Boeing hafi siglt í strand eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að setja viðskiptabann á rússneska hergagnaútflytjandann Rosoboronexport og herþotuframleiðandann Sukhol, sem eiga í viðskiptasamböndum við Írana. Flugfélagið íhugaði að endurnýja flugflota sinn sem samanstendur að mestu af Ilyushin-vélum. Vélarnar eru komnar til ára sinna og hafa þær bilað alloft. Aeroflot hefur sömuleiðis stefnt að því að kaupa 22 Airbus 350 XWB farþegaþotur á árunum 2012 til 2013. Okulov benti hins vegar á að það væri óvíst hvort af kaupunum yrði þar sem Airbus ætti við framleiðsluvanda að stríða og hafi Aeroflot ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. Að sögn Valery Okulov, forstjóra Aeroflot, fékkst ekki fjárveiting frá stjórnvöldum vegna kaupanna og rann samningurinn því út í sandinn. Stjórnmálaskýrendur geta sér þess til að viðræður á milli Aeroflot og Boeing hafi siglt í strand eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að setja viðskiptabann á rússneska hergagnaútflytjandann Rosoboronexport og herþotuframleiðandann Sukhol, sem eiga í viðskiptasamböndum við Írana. Flugfélagið íhugaði að endurnýja flugflota sinn sem samanstendur að mestu af Ilyushin-vélum. Vélarnar eru komnar til ára sinna og hafa þær bilað alloft. Aeroflot hefur sömuleiðis stefnt að því að kaupa 22 Airbus 350 XWB farþegaþotur á árunum 2012 til 2013. Okulov benti hins vegar á að það væri óvíst hvort af kaupunum yrði þar sem Airbus ætti við framleiðsluvanda að stríða og hafi Aeroflot ekkert heyrt frá fyrirtækinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira