Ekkert bendir til að börn séu í hættu 10. nóvember 2006 09:45 Fimleikasamband Íslands segir ekkert óeðlilegt við þjálfunaraðferðir þjálfara Fimleikafélagsins Bjarkar og sambandið mun ekki aðhafast frekar í málinu. Myndin er erlend og tengist ekki efni fréttarinnar. fréttablaðið/getty images Stjórn Fimleikasambands Íslands fundaði á miðvikudagskvöldið með fulltrúum frá Fimleikafélaginu Björk vegna ásakana um líkamlegt ofbeldi gegn átta ára stúlkum sem bornar voru á einn þjálfara félagsins af nemendum í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Annar þjálfari hjá sama fimleikafélagi var síðan sakaður um andlegt ofbeldi gegn níu ára stúlku. Báðir þjálfararnir eru erlendir. "Við fórum yfir stöðuna með fulltrúum Bjarkar. Fimleikasambandið hefur staðið fyrir athugun á því hvernig málum sé háttað hjá félaginu og við finnum ekkert að hjá Björkunum," sagði Kristján Erlendsson, formaður Fimleikasambands Íslands, við Fréttablaðið í gær.Ekkert bendir til þess að börn séu í hættu"Við finnum engar vísbendingar um að börn séu í hættu hjá félaginu. Hins vegar þarf meiri tíma til að gera formlega úttekt. Við erum búnir að ræða við þjálfara hjá félaginu, foreldra og það er búið að bera þetta undir þjálfara hjá öðrum félögum. Þetta er það sem við getum gert hratt og vel. Þessi vinna er öll búin. Á þessu stigi sér Fimleikasambandið ekki neina ástæðu til að gera neitt í málinu hjá Björkunum." Við hversu marga þjálfara og foreldra hafi verið rætt við vildi Kristján ekki tjá sig um og hann vildi heldur ekki greina frá því hverjir hefðu tekið viðtölin við þessa aðila. Foreldrar barnanna, sem eru í hópnum þar sem hið umdeilda atvik átti sér stað, eru sáttir við frammistöðu þjálfarans og hafa ekki yfir neinu að kvarta í hans þjálfunaraðferðum. Þeir hafa allir kvittað undir yfirlýsingu þess efnis að þeir standi á bak við þjálfarann.Ávallt í skoðun hvað betur má fara hjá fimleikahreyfingunni"Hér er aftur á móti mál sem þarf að skoða miklu betur en tíminn hefur leyft okkur að gera. Við erum alltaf að skoða hvað betur má fara í fimleikahreyfingunni og þetta mál fer í þann farveg." En hver er þessi farvegur og hvernig hyggst Fimleikasambandið nákvæmlega fylgja málinu eftir? "Í fimleikum er það þannig að samband við foreldra er mjög náið og foreldrarnir hafa góðan og greiðan aðgang að þjálfurum.Þannig að ef það koma upp einhverjar athugasemdir þá hafa félögin tekið mjög myndarlega á því. Ef það er ekki gert þá skaðar það félagið, iðkendur og sambandið við foreldra," sagði Kristján Erlendsson, formaður Fimleikasambands Íslands. Það var Jón Páll Pálmason, nemandi við íþróttaakademíuna, sem kom málinu af stað þegar hann kvartaði formlega við Björk yfir því sem hann sá á æfingu stúlknanna. Fréttablaðið innti hann eftir viðbrögðum við niðurstöðu málsins. "Fyrstu viðbrögðin eru þau að ég er hissa. Við sem hópur munum skoða hvað við gerum í framhaldinu," sagði Jón Páll en hann var ekki einn um að vera ósáttur við þjálfunaraðferðirnar sem hann sá heldur allir samnemendur hans sem eru 27 talsins. Hópurinn sendi formlega yfirlýsingu um málið til ÍSÍ, ÍBH og Bjarkar vegna málsins síðastliðinn föstudag.henry@frettabladid.is Innlendar Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands fundaði á miðvikudagskvöldið með fulltrúum frá Fimleikafélaginu Björk vegna ásakana um líkamlegt ofbeldi gegn átta ára stúlkum sem bornar voru á einn þjálfara félagsins af nemendum í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Annar þjálfari hjá sama fimleikafélagi var síðan sakaður um andlegt ofbeldi gegn níu ára stúlku. Báðir þjálfararnir eru erlendir. "Við fórum yfir stöðuna með fulltrúum Bjarkar. Fimleikasambandið hefur staðið fyrir athugun á því hvernig málum sé háttað hjá félaginu og við finnum ekkert að hjá Björkunum," sagði Kristján Erlendsson, formaður Fimleikasambands Íslands, við Fréttablaðið í gær.Ekkert bendir til þess að börn séu í hættu"Við finnum engar vísbendingar um að börn séu í hættu hjá félaginu. Hins vegar þarf meiri tíma til að gera formlega úttekt. Við erum búnir að ræða við þjálfara hjá félaginu, foreldra og það er búið að bera þetta undir þjálfara hjá öðrum félögum. Þetta er það sem við getum gert hratt og vel. Þessi vinna er öll búin. Á þessu stigi sér Fimleikasambandið ekki neina ástæðu til að gera neitt í málinu hjá Björkunum." Við hversu marga þjálfara og foreldra hafi verið rætt við vildi Kristján ekki tjá sig um og hann vildi heldur ekki greina frá því hverjir hefðu tekið viðtölin við þessa aðila. Foreldrar barnanna, sem eru í hópnum þar sem hið umdeilda atvik átti sér stað, eru sáttir við frammistöðu þjálfarans og hafa ekki yfir neinu að kvarta í hans þjálfunaraðferðum. Þeir hafa allir kvittað undir yfirlýsingu þess efnis að þeir standi á bak við þjálfarann.Ávallt í skoðun hvað betur má fara hjá fimleikahreyfingunni"Hér er aftur á móti mál sem þarf að skoða miklu betur en tíminn hefur leyft okkur að gera. Við erum alltaf að skoða hvað betur má fara í fimleikahreyfingunni og þetta mál fer í þann farveg." En hver er þessi farvegur og hvernig hyggst Fimleikasambandið nákvæmlega fylgja málinu eftir? "Í fimleikum er það þannig að samband við foreldra er mjög náið og foreldrarnir hafa góðan og greiðan aðgang að þjálfurum.Þannig að ef það koma upp einhverjar athugasemdir þá hafa félögin tekið mjög myndarlega á því. Ef það er ekki gert þá skaðar það félagið, iðkendur og sambandið við foreldra," sagði Kristján Erlendsson, formaður Fimleikasambands Íslands. Það var Jón Páll Pálmason, nemandi við íþróttaakademíuna, sem kom málinu af stað þegar hann kvartaði formlega við Björk yfir því sem hann sá á æfingu stúlknanna. Fréttablaðið innti hann eftir viðbrögðum við niðurstöðu málsins. "Fyrstu viðbrögðin eru þau að ég er hissa. Við sem hópur munum skoða hvað við gerum í framhaldinu," sagði Jón Páll en hann var ekki einn um að vera ósáttur við þjálfunaraðferðirnar sem hann sá heldur allir samnemendur hans sem eru 27 talsins. Hópurinn sendi formlega yfirlýsingu um málið til ÍSÍ, ÍBH og Bjarkar vegna málsins síðastliðinn föstudag.henry@frettabladid.is
Innlendar Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sjá meira