Ísland í sviðljósinu hjá MTV 7. nóvember 2006 09:30 Eli Roth er mikill Íslandsvinur og hefur í hyggju að eignast hér húsnæði. Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest. Starfsfólk frá kvikmyndafyrirtækinu Lionsgate og Sony, sem sjá um framleiðslu og dreifingu á Hostel-myndinni, gerðu sér einnig ferð til Íslands og fylgdust með gangi mála og sjónvarpsstöðin MTV slóst einnig með í hópinn og tók upp mikið af efni sem væntanlega verður sýnt á stöðinni eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mæltist dvölin svo vel fyrir hjá starfsfólki myndarinnar að stærstur hluti þess ákvað að framlengja dvöl sinni hér fram yfir helgi. Hersingin gerði sér síðan ferð niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem Eli fékk óskipta athygli íslensku kvenþjóðarinnar en hann er nú sagður vera íhuga það alvarlega að festa kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eli fékk hins vegar harða samkeppni frá Danny Masterson sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum That 70`s Show þar sem hann leikur hinn kærulausa Steven Hyde. Masterson kom hingað með unnustu sinni Bijou Philips sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Hostel II. Búlgarski leikarinn Stanislav Ianevski fékk hins vegar hvað mestu athyglina í Bláa lóninu. Þegar leikarinn tók sundsprett könnuðust ferðamenn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi við kauða úr kvikmyndinni Harry Potter og eldbikarinn þar sem Ianevski lék Victor Krum. Hópuðust þeir um hann og var Stanislav hinn almennilegasti samkvæmt sjónarvottum. Íslandsvinir Menning Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest. Starfsfólk frá kvikmyndafyrirtækinu Lionsgate og Sony, sem sjá um framleiðslu og dreifingu á Hostel-myndinni, gerðu sér einnig ferð til Íslands og fylgdust með gangi mála og sjónvarpsstöðin MTV slóst einnig með í hópinn og tók upp mikið af efni sem væntanlega verður sýnt á stöðinni eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mæltist dvölin svo vel fyrir hjá starfsfólki myndarinnar að stærstur hluti þess ákvað að framlengja dvöl sinni hér fram yfir helgi. Hersingin gerði sér síðan ferð niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem Eli fékk óskipta athygli íslensku kvenþjóðarinnar en hann er nú sagður vera íhuga það alvarlega að festa kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eli fékk hins vegar harða samkeppni frá Danny Masterson sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum That 70`s Show þar sem hann leikur hinn kærulausa Steven Hyde. Masterson kom hingað með unnustu sinni Bijou Philips sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Hostel II. Búlgarski leikarinn Stanislav Ianevski fékk hins vegar hvað mestu athyglina í Bláa lóninu. Þegar leikarinn tók sundsprett könnuðust ferðamenn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi við kauða úr kvikmyndinni Harry Potter og eldbikarinn þar sem Ianevski lék Victor Krum. Hópuðust þeir um hann og var Stanislav hinn almennilegasti samkvæmt sjónarvottum.
Íslandsvinir Menning Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira