Ágætt að það sé skap í mönnum 3. nóvember 2006 00:01 Hannes Sigurðsson missti af æfingunni þegar slagsmálin áttu sér stað, vegna meiðsla. fréttablaðið/daníel Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru varnarmennirnir Thomas Rytter og Adam Eckersley en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félaginu. Fréttablaðið náði tali af Hannesi og spurði hann um málið. „Það voru smá átök á milli leikmanna. Þetta er bara eins og gengur og gerist, það sýður stundum upp úr. Það er þó ágætt að það sé eitthvert skap í mönnum. Það má auðvitað ekki fara út í svona vitleysu, að menn séu að slást, en það voru allir vinir eftir æfinguna." Bröndby er einn af stærstu klúbbum Danmerkur og gengi liðsins hingað til hefur því valdið miklum vonbrigðum. „Auðvitað hlýtur það að sitja í mönnum þegar gengi liðsins er svona slæmt en við verðum bara að gera eitthvað í því en ekki að vera með einhver læti inni á vellinum. Blöðin hérna úti leika sér líka svolítið að því að gera meira úr þessu en efni stóðu til. Þegar illa gengur finnst blöðunum gaman að velta upp öllum neikvæðu hlutunum í kringum félagið. Við verðum bara að leyfa þeim að gera það," bætti Hannes við. Hannes missti af æfingunni vegna meiðsla. „Ég tognaði smávegis aftan í læri í síðasta leik. Ætli ég verði ekki frá í tvær eða þrjár vikur en ég reikna ekki með að það verði lengur en það." Það er því ljóst að Hannes missir af stórleik tímabilsins í dönsku deildinni því á sunnudaginn heimsækir Bröndby erkifjendurna í FC Kaupmannahöfn, en þeir síðarnefndu báru sigurorð á Manchester United á miðvikudaginn. - dsd Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira
Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru varnarmennirnir Thomas Rytter og Adam Eckersley en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félaginu. Fréttablaðið náði tali af Hannesi og spurði hann um málið. „Það voru smá átök á milli leikmanna. Þetta er bara eins og gengur og gerist, það sýður stundum upp úr. Það er þó ágætt að það sé eitthvert skap í mönnum. Það má auðvitað ekki fara út í svona vitleysu, að menn séu að slást, en það voru allir vinir eftir æfinguna." Bröndby er einn af stærstu klúbbum Danmerkur og gengi liðsins hingað til hefur því valdið miklum vonbrigðum. „Auðvitað hlýtur það að sitja í mönnum þegar gengi liðsins er svona slæmt en við verðum bara að gera eitthvað í því en ekki að vera með einhver læti inni á vellinum. Blöðin hérna úti leika sér líka svolítið að því að gera meira úr þessu en efni stóðu til. Þegar illa gengur finnst blöðunum gaman að velta upp öllum neikvæðu hlutunum í kringum félagið. Við verðum bara að leyfa þeim að gera það," bætti Hannes við. Hannes missti af æfingunni vegna meiðsla. „Ég tognaði smávegis aftan í læri í síðasta leik. Ætli ég verði ekki frá í tvær eða þrjár vikur en ég reikna ekki með að það verði lengur en það." Það er því ljóst að Hannes missir af stórleik tímabilsins í dönsku deildinni því á sunnudaginn heimsækir Bröndby erkifjendurna í FC Kaupmannahöfn, en þeir síðarnefndu báru sigurorð á Manchester United á miðvikudaginn. - dsd
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira