Stendur undir væntingum 2. nóvember 2006 10:30 Niðurstaða:Niðurstaða: Velheppnuð plata sem festir Möggu Stínu í sessi sem frábæran túlkanda á lögum og textum Megasar. Magga Stína syngur Megas hefur að geyma ellefu lög og texta eftir Megas í flutningi Möggu Stínu og hljómsveitar sem er skipuð þeim Kristni H. Árnasyni gítarleikara, Þórði Högnasyni kontrabassaleikara, Herði Bragasyni hljómborðsleikara og Matthíasi Hemstock slagverksleikara. Það að Magga Stína gefi út plötu með lögum Megasar er eflaust fagnaðarefni fyrir marga. Hún hefur sýnt það áður að henni lætur það einkar vel að syngja Megas. Útgáfa hennar af laginu Aðeins eina nótt á plötunni Megasarlög sem gerð var árið 1997 var alveg mögnuð. Og Fílahirðirinn frá Súrín í flutningi Möggu Stínu var einn af hápunktum 60 ára afmælistónleika sem haldnir voru til heiðurs Megasi í fyrra. Sú upptaka náði vinsældum á Rás 2. Bæði þessi lög eru á plötunni, en líka sex önnur þekkt Megasarlög og þrjú ný. Þrjú laganna eru af Loftmynd, eitt af fyrstu plötunni, eitt af Fram og aftur blindgötuna, eitt af Á bleikum náttkjólum, eitt af Höfuðlausnum og eitt var aukalag á endurútgáfunni af Fram og aftur blindgötuna. Platan er að hluta til unnin með þátttöku Megasar sjálfs. Hann útvegar þrjú ný lög og syngur með Möggu Stínu í einu þeirra, hinu skemmtilega skrítna lokalagi Deglu, en þess söngs er þó hvergi getið á umslaginu. Fílingurinn á plötunni er mjög Megasarlegur. Magga Stína virðist hafa mjög næman skilning á textum Megasar og túlkar þá af innlifun. Það er ekki verið að reyna að brjóta lögin upp með tilraunamennsku eða djörfum útsetningum. Margar útsetninganna eru ekki ósvipaðar frumútgáfunum eða hljóma eins og maður gæti ímyndað sér að þær hljómuðu hjá Megasi sjálfum. Fyrsta lag plötunnar, Flökkusaga ferðalangs, er til dæmis áður óútgefið, en útsetningin er samt sérstaklega Megasarleg. Það er margt skemmtilega gert hjá hljómsveitinni, enda valinn maður í hverju rúmi. Uppáhaldslögin eru nokkur, en ég verð að nefna sérstaklega Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar. Útgáfan af því lagi er hrein snilld. Svo er líka mikið gleðiefni að fá þrjú ný lög og texta eftir Megas til að liggja yfir. Allt skemmtileg stykki og greinilega ekkert úrkast á ferðinni. Á heildina litið er þetta kærkominn gripur. Eins og margir aðrir þá hafði ég töluverðar væntingar til þessarar plötu og hún stenst þær flestar. Nýju lögin eru flott og Magga Stína festir sig í sessi sem frábær túlkandi á lögum Megasar. Trausti Júlíusson Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Magga Stína syngur Megas hefur að geyma ellefu lög og texta eftir Megas í flutningi Möggu Stínu og hljómsveitar sem er skipuð þeim Kristni H. Árnasyni gítarleikara, Þórði Högnasyni kontrabassaleikara, Herði Bragasyni hljómborðsleikara og Matthíasi Hemstock slagverksleikara. Það að Magga Stína gefi út plötu með lögum Megasar er eflaust fagnaðarefni fyrir marga. Hún hefur sýnt það áður að henni lætur það einkar vel að syngja Megas. Útgáfa hennar af laginu Aðeins eina nótt á plötunni Megasarlög sem gerð var árið 1997 var alveg mögnuð. Og Fílahirðirinn frá Súrín í flutningi Möggu Stínu var einn af hápunktum 60 ára afmælistónleika sem haldnir voru til heiðurs Megasi í fyrra. Sú upptaka náði vinsældum á Rás 2. Bæði þessi lög eru á plötunni, en líka sex önnur þekkt Megasarlög og þrjú ný. Þrjú laganna eru af Loftmynd, eitt af fyrstu plötunni, eitt af Fram og aftur blindgötuna, eitt af Á bleikum náttkjólum, eitt af Höfuðlausnum og eitt var aukalag á endurútgáfunni af Fram og aftur blindgötuna. Platan er að hluta til unnin með þátttöku Megasar sjálfs. Hann útvegar þrjú ný lög og syngur með Möggu Stínu í einu þeirra, hinu skemmtilega skrítna lokalagi Deglu, en þess söngs er þó hvergi getið á umslaginu. Fílingurinn á plötunni er mjög Megasarlegur. Magga Stína virðist hafa mjög næman skilning á textum Megasar og túlkar þá af innlifun. Það er ekki verið að reyna að brjóta lögin upp með tilraunamennsku eða djörfum útsetningum. Margar útsetninganna eru ekki ósvipaðar frumútgáfunum eða hljóma eins og maður gæti ímyndað sér að þær hljómuðu hjá Megasi sjálfum. Fyrsta lag plötunnar, Flökkusaga ferðalangs, er til dæmis áður óútgefið, en útsetningin er samt sérstaklega Megasarleg. Það er margt skemmtilega gert hjá hljómsveitinni, enda valinn maður í hverju rúmi. Uppáhaldslögin eru nokkur, en ég verð að nefna sérstaklega Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar. Útgáfan af því lagi er hrein snilld. Svo er líka mikið gleðiefni að fá þrjú ný lög og texta eftir Megas til að liggja yfir. Allt skemmtileg stykki og greinilega ekkert úrkast á ferðinni. Á heildina litið er þetta kærkominn gripur. Eins og margir aðrir þá hafði ég töluverðar væntingar til þessarar plötu og hún stenst þær flestar. Nýju lögin eru flott og Magga Stína festir sig í sessi sem frábær túlkandi á lögum Megasar. Trausti Júlíusson
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira